Haustfrí..

Strákarnir okkar eru búnir að vera í hausfríi úr skólanum alla þessa viku. Ég á að vera að skrifa próf, en það hefur nú gengið eitthvað hægtWink. Heppin ég að hafa alla næstu viku til þess að skrifa, og ég er nú alveg viss um að það gangi upp. Ég er nú búin að skila af mér einu prófi sem ég fékk nú bara ágætiseinkunn fyrir, þannig að núna er bara þetta sem ég er að skrifa og svo lokaritgerðin, svo er maður bara orðin pædagog í lok janúarGrin.

En eins og ég sagði áðan þá eru strákarnir búnir að vera í fríi, þannig að það er nú búið að gera ýmislegt annað heldur en að læra þessa vikuna. Ég og strákarnir fórum á fjölskyldudag í járnaldarsafni sem er hérna rétt hjá okkur. Þar getur maður labbað um og skoðað og strákarnir bjuggu sér til hníf, þreskjuðu hveiti og möluðu, reyndu að búa til smjör (höfðu ekki alveg þolinmæði, né orku í að handþeyta rjómann til smjörs), sáu lambi slátrað, skinnið tekið af og það opnað til að sýna þeim inn í og svo var skotið með ör og boga. Eftir þetta fórum við út að borða og svo heim í náttfatapartýSmile. Á meðan við skemmtum okkur þarna var Jón í Kaupmannahöfn með foreldrum sínum og systir og náðum við svo í hann í lestina um nóttina.

Eins er búið að fara í bíó, kaupa jólagjöf handa húsbóndanum og margt fleira. En eins og alltaf eftir frábært frí verður líka gott að fá smá rútínu inn aftur.

Jæja núna ætla ég að gera ekki neitt.

Knús og koss


Jæja komin aftur :)

Góðan daginn Smile.

Núna ætla ég að byrja að skrifa smá aftur, hugsa um það sem smá tilbreytingu frá prófskrifumWink. Síðan eftir síðust skrif eru strákarnir okkar orðnir 7 og 11 ára, alveg hreint ótrúlegt hvað þeir eldast, en við hjónin eldumst ekkertSmile

Við erum búin að eiga yndislegt sumar, en strákarnir fóru einir til Íslands þar sem þeir voru mest hjá móðurforeldrum sínum, en kíktu nú í sveitina til föðurforeldra og frænku sinnar. Þeim fannst þetta æðislegt og að sjálfsögðu var þvílíkt stjanað í kringum þá og nánast allt gert fyrir þáSmile. Þeir voru tveir í viku en þá kom þessi "afskiptasama" móðir og truflaði þetta ljúfa líf og dró þá með út um allt landWink. Við fórum á Hornafjörð að heimsækja Kristínu og co og ömmu og afa, alveg æðislegt að sjá þau, alltof langt liðið síðan síðast. Á leið heim fórum við í siglingu um Jökulárslón, stoppuðum á mörgum stöðum á leið heim, enda langi á leiðinni á milli landshluta. En strákarnir yndislegir og skemmtum við okkur konunglega.

Jæja, við fórum á Akureyri þar sem við eyddum tæpum 2 dögum sem var alltof stuttur tími á þessum yndislega stað. Þar fórum við í sund, jólahúsið, þrastaskóg ofl. Vá ég held að ég skrifi 4 síðna ferðasögu ef ég held svona áfram, en fórum líka á Þingvelli, sveitina aftur, gengum á Esjuna, hittum okkar yndislegu vini, en vorum sem mest með fjölskyldunni. En ég og strákunum vantaði þó eitt og var það pabbi þeirra, en hann var heima í Danmörku að vinna.

Núna er haustið komið og lífi gengur sinn vanagang. Strákarnir í skólanum, þar sem Kormákur er misjafnlega ánægður (finnst þetta mesti óþarfi), en Kristófer finnst þetta voðalega gaman (ennþá allavega), hann æfir fótbolta, er í FDF (eins konar skátar) og vil helst vera í einhverju öðru líka, en mamma hans lætur hann velja það sem hann helst villWink.

Jón Óskar er loksins farin að vinna hérna nálægt, sem þýðir að hann er 20 mín að keyra í stað 1 klst, þannig að það er svaka lúksusSmile.

Ég sjálf er bara í skólanum og reyni að fylgjast með hvort einhverja vinnu sé að fá hérna í nágrenninu. En ég reyni að að einbeita mér að lokasprettinum í skólanum. Eftir síðasta starfsnám sem endaði í ágúst, er ég búin að skila skýrslu yfir verkefni sem ég vann með í starfsnáminu og náði henni. Nýbúin að skila prófi í uppeldisfræði og núna er það próf í valfaginu, sem á að skila í lok okt og svo munnlegt um miðjan nóv. Að lokum er það lokaritgerðin og útskrift í janúar, jjjjeeeeiiiiiiGrin.

Við erum búin að fá Valgerði, Halldór og litlu dúllu til okkar, þau voru hjá okkur í 10 yndislega daga í sept og nutum við þess í botn að kynnast litlu dúllu betur. Í næstu viku eigum við svo von á tengdó. Þannig að það er nóg að gera, gestir próf, parketlagning, garður ofl. ALLTAF FJÖRSmile.

Meira seinna og ég reyni að troða inn myndum fljótlega frá sumrinuSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co


Pása....

Tad verdur smá pása á skrifum hérna núna. Ég er bara alltof ot ad skrifa hérnaErrm.

En fyrst er tad smá afmæliskvedja handa húsbóndanum. Elsku Jón Óskar innilega til hamingju med daginn á midvikudaginn. Ástarkvedja og 100000000000000000000 kossar.

 

Vid heyrumst sídar og ég læt vita tegar ég byrja aftur.

Koss og knús

Bergthora


Fótboltastrákur :)

Jæja, núna erum við orðin hluti af fótboltafjölskyldum. Við fórum með Kristófer á fyrstu fótboltaæfinguna sína í morgunn. Þar lærðu foreldrar líka nokkrar æfingar, svona ef þjálfararnir eru hindraðir í að mæta, þá eru foreldrar beðnir um að taka eina æfingu í staðinn fyrir að aflýsa æfingunniSmile. Þegar við komum var Kristófer svo spurður hvort að hann ætti fótboltaskó og ég sagði nei, því að ég vildi fyrst sjá hvernig þetta færi áður en ég færi að kaupa skó. En konunni fannst það ekki mikið mál þar sem þau eru með skiptikassa á fótboltaskóm, sem þýðir að hann gat fundið notaða skó sem pössuðu á hann. Við fundum eina adidas skó sem voru nánast ónotaðir og þá mátti hann eigaGrin. Mér finnst þetta rosalega góð hugmynd, þar sem börn vaxa svo hratt upp úr skóm, svo ef við kaupum skó hann þá getum við sett þá í þennan skiptikassa þegar þeir eru of litlir á hann, GÓÐ HUGMYNDSmile.

Á meðan að við vorum á æfingunni var Kormákur einn heima og hafði það notalegt. Hann fékk svo vin sinn frá Vejle í heimsókn og nutu þeir sín á meðan við vorum ekki hér, snakk, gos, tölva og sjónvarpGrin.

Við skruppum nú líka aðeins í bæinn að kaupa verkfæri svo við getum farið að vinna í garðinum næstu helgar og reyna að gera hann eins flottan og hægt er. 

Jæja, núna ætla ég að fara að horfa á imbann með strákunum mínum, hafið það sem allra best, þangað til næst.

Knús og koss

Bergþóra og co 


60 ÁRA :)

Jæja þá er hann pabbi gamli orðinn 60 ára. Elsku pabbi innilega til hamingju með daginn. Leiðinlegt að við getum ekki verið hjá þér og fagna því með þér, en við hlökkum til að koma í sumar og knúsa ykkur öll.

Saknaðarkveðja og risaknús

Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur Helgi og Kristófer Ingi.


Páskar

Gleðilega páska allirGrin. Hafið það sem allra best elsku fjölskylda og vinir.

Saknaðar og páskakveðja frá litlu fjölskyldunni í DKInLove.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband