16.2.2010 | 21:14
úffff
hvað er langt á milli færslna. En hér kemur loksins eitthvað aftur.
Jón er ennþá heima vegna veðurs, fór aðeins að vinna í 2 vikur í janúar og er hann orðinn frekar pirraður á því að vera heima. En vonandi fer þetta nú að lagast þannig að hann komist almennilega út.
Ég sjálf er byrjuð í starfsnámi í 0-bekk í skóla og í frístundaheimili. Þetta er nú eitthvað sem þarf að venja sig við eins og allt annað svo sem. En maður hefur nú bara gott af því. Ég er á 3 viku núna og er búin að gera markmiðin mín klár til undirskriftar af leiðbeinandanum mínum og kennaranum. Held að þetta eigi bara eftir að vera gott og spennandi. Ég fæ allavega að skipuleggja smá kennslu fyrir páskana, er með alla íþróttatímana ein og svo verð ég líka með kennslu um kroppinn
. Þannig að það er nóg að gera við að lesa hvað er ætlast til að börnin kunni, skipuleggja kennsluna og svo að finna upp á einhverju fyrir Frístundina að gera líka
. Já sem sagt NÓG AÐ GERA.
Strákarnir eru í vetrarfríi og eru ýmist heima með pabba sínum, eða með mér í vinnunni til að sjá hvað ég er nú að gera. Þeir voru með mér í gær, en í dag fór Kormákur að leika við vin sinn í Vejle og Kristófer var heima. Kristófer kemur svo með mér á morgunn líka vegna þess að við erum að fara á skauta, en Kormákur vill frekar vera heima hjá pabba sínum. Þeir tveir hitta svo okkur Kristófer niður í bæ svo hægt sé að fara á bókasafnið og þeir "litlu" að fara í hlutverkaleik. Á meðan þeir eru þar förum við hjónin sennilega bara á kaffihús.
Annars er lítið annað að frétta. En það eru komnar inn einhverjar myndir og á ég kannski eftir að bæta aðeins meira við.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.