Innilega til...

hamingju með daginn elsku Jóhanna okkar og vonandi ertu búin að eiga góðan dag með fjölskyldunniSmile.

Ástar og saknaðarkveðja frá okkur í DK.

Annars er ekkert að frétta héðan frá okkur. Alltaf allt við það sama. Við erum þó búin að fara á skólaskemmtun hjá Kristófer þar sem var verið að sýna frá vorþemanu sem þau eru búin að vera að vinna með. Flottar myndir sem þau gerðu og eru greinilega búin að læra mikið um voriðSmile. Við fengum svo "peninga" sem við gátum keypt kaffi og köku fyrir. Ég bakaði skúffuköku fyrir Kristófers bekk og var hún að sjálfsögðu fyrst búinGrin.

Hjá Kormáki var skemmtunin um árin 1056-ca1500. Þau höfðu búið til tímahylki, gert skildi úr pappa sem þau teiknuðu og máluðu sjálf á og meira skemmtilegt. Þarna vorum við látinn dansa og syngja og svo fengu börnin að dansa og bara leika sér. Þarna var líka kökuhlaðborð (hver fjölskylda koma með eina köku) og svo bauð skólinn upp á kaffi.

Sem sagt mikil skemmtun hjá báðum og mikið gamanSmile.

Núna eru allir strákarnir komnir í páskafrí en ég þarf víst að vinna þessa 3 daga, en það er svo sem ágætt, verðum bara með ca 20 börn.En það verðu æði að eiga frí í 5 daga  og njóta þess að vera með strákunum mínumGrin. Stefnum á skógarferð þar sem við ætlum að grilla og kveikja bál, gera pinnabrauð og vonandi að við sjáum UgluSmile. En ég segi ykkur nánar frá því ef það verður almennilegt veður og við getum farið.....

Nenni ekki meira

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir mig. Var fyrst að kíkja núna! Það var svo gott að heyra í ykkur síðasta sunnudag. Núna er allt rólegt hér. Arnar þeirra Palla og Guðrúnar kom og gisti í gær eftir afmælið hjá þeim (Íris 1.árs og Aldís 15). Strákarnir eru semsé í Playstation núna og að skoða fótboltaspil! Aðalheiður er að leika sér og Steini er frainn í skúrinn. Ég er að hugsa um að fara út að hlaupa í dag og setja upp eitthvað páskaskraut. Heyri kannski í ykkur um páskana.

Kveðja Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband