10.4.2010 | 19:06
Fótboltastrákur :)
Jæja, núna erum við orðin hluti af fótboltafjölskyldum. Við fórum með Kristófer á fyrstu fótboltaæfinguna sína í morgunn. Þar lærðu foreldrar líka nokkrar æfingar, svona ef þjálfararnir eru hindraðir í að mæta, þá eru foreldrar beðnir um að taka eina æfingu í staðinn fyrir að aflýsa æfingunni. Þegar við komum var Kristófer svo spurður hvort að hann ætti fótboltaskó og ég sagði nei, því að ég vildi fyrst sjá hvernig þetta færi áður en ég færi að kaupa skó. En konunni fannst það ekki mikið mál þar sem þau eru með skiptikassa á fótboltaskóm, sem þýðir að hann gat fundið notaða skó sem pössuðu á hann. Við fundum eina adidas skó sem voru nánast ónotaðir og þá mátti hann eiga
. Mér finnst þetta rosalega góð hugmynd, þar sem börn vaxa svo hratt upp úr skóm, svo ef við kaupum skó hann þá getum við sett þá í þennan skiptikassa þegar þeir eru of litlir á hann, GÓÐ HUGMYND
.
Á meðan að við vorum á æfingunni var Kormákur einn heima og hafði það notalegt. Hann fékk svo vin sinn frá Vejle í heimsókn og nutu þeir sín á meðan við vorum ekki hér, snakk, gos, tölva og sjónvarp.
Við skruppum nú líka aðeins í bæinn að kaupa verkfæri svo við getum farið að vinna í garðinum næstu helgar og reyna að gera hann eins flottan og hægt er.
Jæja, núna ætla ég að fara að horfa á imbann með strákunum mínum, hafið það sem allra best, þangað til næst.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ sæta mín , ég er ekkert búin að gleyma þér þó að ég sé flutt heim :)
Góð hugmynd hjá þeim með skiptikassan en Margrét náði að spila 2 ár í sínum skóm svo það er ekkert svo slæmt :)
Ég er á leið í bæinn á morgun og ætla að kikja á geislabaug , þá fær hún systir þín loksins dótið og fötin :)
Vona að þið hafið það sem best og að vorið sé að koma hjá ykkur ef það er þá ekki komið :)
kossar og knús úr sveitinni á klakanum
Ragna (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 12:25
Halló elskurnar mínar já þetta er flott hugmynd með skóna
það ætti að ver svona hér heima,gaman að Kristófer er
farinn að æfa fótbolta til hamingju hvað heitir svo liðið
þarna hjá ykkur.
guðmundur pabbi (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.