30.9.2010 | 20:12
Jæja komin aftur :)
Góðan daginn .
Núna ætla ég að byrja að skrifa smá aftur, hugsa um það sem smá tilbreytingu frá prófskrifum. Síðan eftir síðust skrif eru strákarnir okkar orðnir 7 og 11 ára, alveg hreint ótrúlegt hvað þeir eldast, en við hjónin eldumst ekkert
Við erum búin að eiga yndislegt sumar, en strákarnir fóru einir til Íslands þar sem þeir voru mest hjá móðurforeldrum sínum, en kíktu nú í sveitina til föðurforeldra og frænku sinnar. Þeim fannst þetta æðislegt og að sjálfsögðu var þvílíkt stjanað í kringum þá og nánast allt gert fyrir þá. Þeir voru tveir í viku en þá kom þessi "afskiptasama" móðir og truflaði þetta ljúfa líf og dró þá með út um allt land
. Við fórum á Hornafjörð að heimsækja Kristínu og co og ömmu og afa, alveg æðislegt að sjá þau, alltof langt liðið síðan síðast. Á leið heim fórum við í siglingu um Jökulárslón, stoppuðum á mörgum stöðum á leið heim, enda langi á leiðinni á milli landshluta. En strákarnir yndislegir og skemmtum við okkur konunglega.
Jæja, við fórum á Akureyri þar sem við eyddum tæpum 2 dögum sem var alltof stuttur tími á þessum yndislega stað. Þar fórum við í sund, jólahúsið, þrastaskóg ofl. Vá ég held að ég skrifi 4 síðna ferðasögu ef ég held svona áfram, en fórum líka á Þingvelli, sveitina aftur, gengum á Esjuna, hittum okkar yndislegu vini, en vorum sem mest með fjölskyldunni. En ég og strákunum vantaði þó eitt og var það pabbi þeirra, en hann var heima í Danmörku að vinna.
Núna er haustið komið og lífi gengur sinn vanagang. Strákarnir í skólanum, þar sem Kormákur er misjafnlega ánægður (finnst þetta mesti óþarfi), en Kristófer finnst þetta voðalega gaman (ennþá allavega), hann æfir fótbolta, er í FDF (eins konar skátar) og vil helst vera í einhverju öðru líka, en mamma hans lætur hann velja það sem hann helst vill.
Jón Óskar er loksins farin að vinna hérna nálægt, sem þýðir að hann er 20 mín að keyra í stað 1 klst, þannig að það er svaka lúksus.
Ég sjálf er bara í skólanum og reyni að fylgjast með hvort einhverja vinnu sé að fá hérna í nágrenninu. En ég reyni að að einbeita mér að lokasprettinum í skólanum. Eftir síðasta starfsnám sem endaði í ágúst, er ég búin að skila skýrslu yfir verkefni sem ég vann með í starfsnáminu og náði henni. Nýbúin að skila prófi í uppeldisfræði og núna er það próf í valfaginu, sem á að skila í lok okt og svo munnlegt um miðjan nóv. Að lokum er það lokaritgerðin og útskrift í janúar, jjjjeeeeiiiiii.
Við erum búin að fá Valgerði, Halldór og litlu dúllu til okkar, þau voru hjá okkur í 10 yndislega daga í sept og nutum við þess í botn að kynnast litlu dúllu betur. Í næstu viku eigum við svo von á tengdó. Þannig að það er nóg að gera, gestir próf, parketlagning, garður ofl. ALLTAF FJÖR.
Meira seinna og ég reyni að troða inn myndum fljótlega frá sumrinu.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.