Haustfrí..

Strákarnir okkar eru búnir að vera í hausfríi úr skólanum alla þessa viku. Ég á að vera að skrifa próf, en það hefur nú gengið eitthvað hægtWink. Heppin ég að hafa alla næstu viku til þess að skrifa, og ég er nú alveg viss um að það gangi upp. Ég er nú búin að skila af mér einu prófi sem ég fékk nú bara ágætiseinkunn fyrir, þannig að núna er bara þetta sem ég er að skrifa og svo lokaritgerðin, svo er maður bara orðin pædagog í lok janúarGrin.

En eins og ég sagði áðan þá eru strákarnir búnir að vera í fríi, þannig að það er nú búið að gera ýmislegt annað heldur en að læra þessa vikuna. Ég og strákarnir fórum á fjölskyldudag í járnaldarsafni sem er hérna rétt hjá okkur. Þar getur maður labbað um og skoðað og strákarnir bjuggu sér til hníf, þreskjuðu hveiti og möluðu, reyndu að búa til smjör (höfðu ekki alveg þolinmæði, né orku í að handþeyta rjómann til smjörs), sáu lambi slátrað, skinnið tekið af og það opnað til að sýna þeim inn í og svo var skotið með ör og boga. Eftir þetta fórum við út að borða og svo heim í náttfatapartýSmile. Á meðan við skemmtum okkur þarna var Jón í Kaupmannahöfn með foreldrum sínum og systir og náðum við svo í hann í lestina um nóttina.

Eins er búið að fara í bíó, kaupa jólagjöf handa húsbóndanum og margt fleira. En eins og alltaf eftir frábært frí verður líka gott að fá smá rútínu inn aftur.

Jæja núna ætla ég að gera ekki neitt.

Knús og koss


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband