Skóli

Við vorum að fá að vita að það sé búið að finna skóla fyrir hann Kormák. Versta er að við erum ekki sátt við hann og þurfum við að reyna að leysa það mál. Frown

Það er eitthvað nýtt hjá Vejle kommune að setja útlendinga í sér bekk á meðan að þeir eru að læra dönsku, þá eru þetta krakkar allstaðar frá úr heiminum og er það bara ekkert að koma til greina hjá mér. Fyrir utan það þá er skólinn í öðrum bæ. Ég vil að hann fari í danskan bekk því að þar lærir hann dönskuna, ég sendi hann bara í einkaskóla ef ég þarf. Mér finnst bara asnalegt að hann eigi að vera í eitt ár í þessum skóla og fara svo í annan og þurfa að byrja upp á nýtt.

Við Kristófer erum að hætta á leikskólanum næsta föstudag og verður þá party hjá okkur. Við ætlum að gefa deildunum okkar ís og snakk. Einnig ætlum við að gefa konunum kökur. Það eru nú allir búnir að vera svo góðir við okkur og viljum við kveðja þær almennilega. Grin

Kveðja Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér með skólann - miklu sniðugra að Kormákur fari í danskan bekk.

Hlakka til að fá kökur í vinnunni, hehe.

Valgerður (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:01

2 identicon

Prófa

bergþóra (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:08

3 identicon

önnur prufa

Valgerður (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:11

4 identicon

Ég held að þetta sé komið hjá þér núna

Valgerður (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:11

5 identicon

Nú getur maður fylgst með hér, gaman að því

Stína (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband