Hætt í vinnu

Eins og margir vita er ég hætt í vinnunni minni og var það nú bara ekkert svo auðvelt Errm.

Ég fékk marga glaðninga eða hættugjafir eins og einn strákurinn kallaði það Grin voru það blóm, nammi,eyrnalokkar, kertastjaki og dekur. Þið eruð öll alveg yndisleg og eigum við Kristófer eftir að sakna ykkar og hugsa til ykkar á nýjum slóðum InLove.

Í gær héldum við mamma þrefalt afmæli, við ákváðum að slá öllum strákunum saman í eitt fjölskylduafmæli.  Þeir voru allir rosaánægðir með allt og var brjálað að gera hjá þeim að skreyta afmæliskökur fyrir hvern og einn og að setja krem á álfamuffins, sem var mjög skrautlegt á litinn. Ekki versnaði það svo þegar gestirnir komu með pakkana. Kormákur og Árni fengu ýmislegt í bland en þetta var mest Playmo afmæli hjá Kristófer, en honum fannst það nú ekki leiðinlegt Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og Halldór þökkum kærlega fyrir okkur.

Ljúffengar kökur eins og vanalega:)

p.s. ertu búin að láta einhvern vita af þessari blogg síðu hjá þér svo fólk geti lesið?

Valgerður (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband