27.6.2007 | 22:31
STYTTIST Í FLUTNING
Núna eru að eins tæplega tvær vikur í flutning. Við erum búin að setja allt dótið okkar í gám og fer hann í skip á föstudag. Þetta er bara ótrúleg vinna að setja svona búslóð í gám en það hafðist. Okkur tókst að fylla nánast alveg 20 feta gám, en samt tókum við ekki ísskápinn og öll þessi stóru eldhústæki. Ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti en samt virtist þetta ekki svo mikið inn í íbúðinni okkar og alltaf finnst manni að maður eigi ekki nóg. En ég get sagt ykkur það að ég er búin að skipta um skoðun
Jón Óskar hætti í sinni vinnu 22. júní, það var nú góður dagur til þess að hætta en þá áttum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæli. Við héldum upp á það með því að byrja að setja í gáminn, svaka fjör. Við fórum nú reyndar út að borða á Hereford í tilefni dagsins í gær og það var bara gott
.
Við erum bæði búin að fara í lokagrill( en makalaus) hjá vinnunni okkar og var það alveg frábært. Grillvagninn grillaði á báðum stöðum og maður var nú ekki svikinn af þeim frekar en venjulega.
Jæja ég hef nú svosem lítið að segja en bara svona í lokinn þá er ég að fara í lúxusandlitsbað á morgun, bara notó.
Kveðja
Bergþóra og co bráðum baunverjar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með brúðkaupsafmælið
Ekki mundi ég daginn, þó hann hafi verið talsvert eftirminnilegur
Stína (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.