STYTTIST Í FLUTNING

Núna eru að eins tæplega tvær vikur í flutning. Við erum búin að setja allt dótið okkar í gám og fer hann í skip á föstudag. Þetta er bara ótrúleg vinna að setja svona búslóð í gám en það hafðist. Okkur tókst að fylla nánast alveg 20 feta gám, en samt tókum við ekki ísskápinn og öll þessi stóru eldhústæki. Ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti en samt virtist þetta ekki svo mikið inn í íbúðinni okkar og alltaf finnst manni að maður eigi ekki nóg. En ég get sagt ykkur það að ég er búin að skipta um skoðunSmile

Jón Óskar hætti í sinni vinnu 22. júní, það var nú góður dagur til þess að hætta en þá áttum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæliInLove. Við héldum upp á það með því að byrja að setja í gáminn, svaka fjör. Við fórum nú reyndar út að borða á Hereford í tilefni dagsins í gær og það var bara gottJoyful.

Við erum bæði búin að fara í lokagrill( en makalaus) hjá vinnunni okkar og var það alveg frábært. Grillvagninn grillaði á báðum stöðum og maður var nú ekki svikinn af þeim frekar en venjulegaSmile.

Jæja ég hef nú svosem lítið að segja en bara svona í lokinn þá er ég að fara í lúxusandlitsbað á morgun, bara notóGrin.

Kveðja

Bergþóra og co bráðum baunverjar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með brúðkaupsafmælið

Ekki mundi ég daginn, þó hann hafi verið talsvert eftirminnilegur

Stína (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband