Brúðkaup yfirstaðið og flutningar hafnir

Eins og margir vita giftu Valgerður og Halldór sig þann 07.07.07 og var það alveg yndislegtGrin. Þau giftu sig í Kópavogskirkju og var veislan haldin í sal ferðafélagsins í Mörkinni. Veislan og athöfnin voru alveg frábær í alla staðiSmile. Ég verð nú bara að segja að þau voru stórglæsilegt par. Hún systir mín var í svo fallegum kjól og geislaði öll allan daginn, hann Halldór var nú stórglæsilegur líka. Þau eiga alveg rosaleg vel saman og er ég mjög ánægð að þau hafi fundið hvort annað. Þið eruð alveg æði og ég elska ykkur bæði og gangi ykkur allt í haginn dúllurnar mínarHeart.

Við vöknuðum í nótt klukkan þrjú til þess að búa okkur undir flug sem átti að fara klukkan sjö í morgun, en að sjálfsögðu frestaðist flugið um klst og leiddist okkur þá pínu út á velli en þetta hafðist. Við erum búin að skoða íbúðina okkar og kemur hún bara mjög vel út Smile. Að vísu þarf að þrífa alla íbúðina þar sem það er hellings ryk á veggjunum og í skápum Angry. Við fórum því bara í Bilka og keyptum helling af dóti til að þrífa, borða og drekka Smile. Ég reyni nú að setja einhverjar myndir fljótlega bæði af íbúðinni og brúðkaupinu Smile.

Ég er alveg svakalega þreytt og er því hætt að skrifa núna.

Kveðja frá danaveldi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þið skylduð komast heil til Danmerkur ;)

Við sendum ykkur sterka flutningastrauma. Vonandi gengur allt vel, þið hafið nú Árna til að hjálpa ykkur, ekki leiðinlegt það.

ætlaði bara að kommenta smá.

Verðum að fara breyta bloggsíðunum okkar núna og fara skrifa eitthvað að viti svo þið getið fylgst með því sem við erum að gera.

Bestu kveðjur,

Valgerður og Halldór.

Valgerður (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 17:53

2 identicon

Hæ elskurnar. Vildi bara láta ykkur vita að við erum byrjuð að blogga aftur á blogcentral.is/valdor. Þar getið þið fylgst með okkur.

Annars var það nú ekkert annað sem ég vildi sagt hafa.

Kveðjur,

Valgerður og Halldór.

Valgerður (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband