Netið loksins komið

Eftir langa mæðu og mikið tuð erum við kominn með netið. Þetta er búið að vera þvílíkt mál hjá TDC, fyrir það fyrsta þá var þetta pantað 23. mai og það ætti nú að vera nægur fyrirvari. Það átti að koma í gagnið 17. júlí og við komum þann níunda. Jæja nóg af svekkelsi.

Við erum búin að koma okkur fyrir. Þetta er rosalega rólegt og notalegt hérna, íbúðin er alveg stórfín og flott umhverfi. Við erum búin að sjá meðal annars ref og nokkur dádýr hérna í skóginum í kring. Okkur finst það nú bara kósý. Það er nú samt 15-20 mín gangur í strætó en það er bara fínt við þjálfum okkur ágætlega í leiðinni.Ég var reyndar stunginn illilega um daginn þegar við sátum úti, drukkum bjór og strákarnir voru að spila frisbee og fóturinn varð tvöfaldur. Þetta var ekki þægilegt. Þetta byrjaði svo að lagast þegar Jóhanna sagði mér að fara í apótek og kaupa mér ofnæmistöflur og sterakrem og ég var búin að taka það í 3 daga. Ég gat allavega labbað eðlilega í stað þess að vera 5 mín bara að stíga í löppina til að geta byrjað að labba.

Strákarnir eru ánægðir hérna. Kristófer hlakkar mikið til að byrja á leikskólanum, það er nú bara rétt rúmlega vika þar til hann byrjar þar. Ég veitt ekki með Kormák fyrr en á þriðjudag, en þá förum við á fund með kommúnunni og þá kemur í ljós hvenar hann byrjar í öllu.

Jón er líklega kominn með vinnu og byrjar þegar mamma og pabbi eru farinn. En þau eru að koma á mánudaginn. Við hlökkum öll rosalega til að fá þau. Þau fara svo heim á föstudag en það verður nú full dagskrá á meðan þau verða hjá okkur. Strákarnir eru búnir að ákveða að fara í bon bon land og dýragarð. Svo verður nú örugglega verslað eitthvað líka Grin.

Kveðja frá danav.Bergþóra og co 

munið nú að kvitta fyrir innlitið.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband