Helgin búinn

Góðan daginn allir!

Núna er helgin senn á enda. Við fórum upp í Give í afmæli í gær hjá vinafólki okkar. Lestinn var tekinn uppeftir og ég get sagt ykkur það að það var rosaleg spenna hjá strákunum að taka lestina, þetta var nú líka fyrsta skipti síðan við komum. Við ætluðum í bíó líka en þá var Fantastic four bara sýnd kl: 13:30 bara fáránlegt.  Í dag fórum við svo niður í bæ, keyptum okkur ís, löbbuðum göngugötuna og þar var bara allt lokað nema þá ísbúðin. Það er aðeins verið að drepa tímann þar til mamma og pabbi koma, strákarnir eru svo spenntir að fá þau, mér finnst það nú alveg stórfurðulegt. En ykkur?

Ég var að skoða heimasíður í dag með strákunum hjá Sommerland Syd og Bon Bon Land til að leifa þeim að velja hvert við ættum að fara og það var ákveðið einróma að fara með alla í Bon Bon Land strax og það verður veður til í næstu viku.

Á morgun er Jón Óskar að fara með lestinni að ná í m+p og við hin verðum heima að gera fínt áður en þau koma.

Kveðja Bergþóra og co 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló elskurnar

Bara að segja hæ:)

Engir bloggvinir? hvað með okkur?

kv

Valgerður og Halldór

Valgerður (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 07:55

2 identicon

Hæ hó, gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur, en það gleymdist að fá hjá ykkur heimilisfang og gjarnan símanr. af því ég er nú svo duglega að hringja

Bestu kveðjur frá okku öllum á Hellu. Stína og co.

Stína (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband