Viðtalið búið

Við fórum í viðtal í dag hjá kommunen út af Kormáki. Okkur líst nú bara vel á þennan móttökubekk sem hann á að fara íSmile. Hann verður sóttur heim að dyrum og keyrður heim líka srax eftir skóla. En ef við viljum hafa hann í gæslunni þá verðum við að ná í hann sjálf, nema hann fari í hana í hverfisskólanum. Við getum svo ákveðið sjálf hvort hann haldi áfram í Kirkebakkeskolen eða fari í hverfisskólan þar sem eru um 55% innflytjendur og margir virðast ekki vera neitt of ánægðir með hann. Það eru líka margir krakkar úr hverfinu sem fara í Kirkebakkeskolen frekar en hverfisskólann. Ætli hann endi ekki bara í Kirkebakkeskolen alveg. Það kemur betur í ljós síðar. Á morgun fer ég svo upp í Jelling að tala við einn aðalkallin þar og þá veit ég hvort ég eigi séns á að komast inn núna eða ekkiErrm

Við fengum vinnuna hans Jóns alveg á hreint í gær og byrjar hann á mánudaginn. Hann  þarf sennilega að leggja af stað í vinnu klukkan 5:30 til að vera mættur tímanlega. En við fáum að vita betur með staðsetningu á morgun.

Heyrumst síðar.

Munið að kvitta í gestabókina eða skrifa athugasemdirTounge.

Kossar og knúsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Gaman að lesa allar góðu fréttirnar af ykkur.

kveðja Steinunn Júlía og fjölskylda 

Steinunn Júlía (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 17:04

2 identicon

Elsku Begga og Jón Óskar

Gaman að heyra að allt gengur vel. Hvaða vinna er þetta sem Jón Óskar er búinn að fá? Ég sendi ykkur póst á netinu í morgun.

Ástarkveðjur Mamma og pabbi.

Vilborg og Steinar (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband