Allt í gangi

Okkur langar að byrja á því að óska honum Steina okkar innilega til hamingju með daginnInLove. Vonandi eigið þið öll góðan dag og skemmtið ykkur vel í partýinu í kvöld. Vildum að við gætum verið með ykkur (við erum allavega að drekka bjór og hugsa til ykkar)Smile.

Til að koma öllu á hreint með vinnuna hjá Jóni. Hann fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir M.J. Erikson, þetta er fyrirtæki sem hann var að vinna hjá þegar við bjuggum hérna síðast. Hann fer á 50 tonna beltavél sem er núna staðsett í Herning sem er um klst fjarlægð frá Vejle.

Jæja og haldið þið bara hvað, stóra stelpan sem ætlaði ekki að fara í skóla núna, er að fara í skólaSmile. Skólinn byrjar með kynningarviku 20.ágúst og svo byrjar skólimm sjálfur vikuna eftir. Ég sá semsagt auglýst laus pláss og ákvað að tala við einn sem er skólastjóri eða yfirkennari yfir pædagog. Við fórum upp í skóla í gær og var tekinn inn á staðnum og látinn fylla út umsókn og allan pakkan bara. Ég er nú með svolítinn sting í maganum yfir því hvernig tekst að púsla öllu saman upp á strákana og skólann(til að mæta á réttum tíma). Þetta hefst að sjálfsögðu allt það þarf bara að finna réttu leiðina. Ég er bara ótrúlega montinn að hafa komist inn núna strax. Ég fer svo strax í 3. mánaða starfsnám í viku 45 er ekki alveg viss hvenar það er en það er vika 33 eða 34 núna. Danir telja allt í vikum í stað dagsetninga eins og við.

Í gær fórum við til Þýskalands í gær og versluðum smá föt á strákan sem vantaði fyrir skólann. Það gerðum við í C&A og er þetta bara alveg mjög ódýrt, fékk gallabuxur fyrir 1800 kallinn. Eftir þetta fórum við í Fleegaard sem er verslun með mjög ódýrum bjór og rauðvíni þar á meðal. Að sjálfsögðu voru keyptir nokkrir kassar af bjór, rauðvín í lítravís, gos og nammi. Þetta eru birgðir sem ættu að duga okkur í ja einhvern dágóðan tímaGrin.

Í dag fórum við svo í Legoland og skemmtum okkur konunglegaLoL. Á morgun á svo að fara á rúntinn og finna hvar Jón á að mæta á mánudagsmorgun. Annars verður þetta afslöppunardagur heima við, svona áður en allir fara á fullt.

Knús og kossarInLove 

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langaði bara til að óska þér Bergþóra mín til hamingju með að hafa komist strax inn í skólann, ég vissi að þú gætir þetta :) Flott hjá þér að skella þér bara í þetta, þá verður þú fyrr búin. Verði þið þá komin heim eftir fjögur ár eða...? hehehe smá grín.

Ætlaði bara að skila kveðju,

Valgerður og Halldór.

Valgerður (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband