Fórum á rúntinn

 Við ætluðum að eyða deginum heima að mestu leiti í leti, en ekki fer allt eins og ætlað er. Jæja við fórum á ævintýrarúnt í dagSmile. Við fórum til að leita að vinnunni hans Jóns sem var nú eins gott að við gerðum. Það var nú búið að skoða leiðina vel á krak.dk en það var nú meiri vitleysan með allskonar krókaleiðum. Heimleiðin gekk svona rosalega vel og tókum við veg sem við þekktum og er einhverjum km styttri en hin leiðin og hann liggur beina leið. Allavega..... á leiðinni uppeftir lentum við einhverja vitleysu og Kristófer varð bílveikur og þurfti nokkur skyndistopp á leiðinni, á endanum varð svo Kormákur bílveikur þá var stoppað við fyrstu opna búð keypt vatn og skellt bílveikistöflu í drengina fyrir leiðina heim. Hún er með smá róandi í líka og virkar það svona rosavel á þá að þeir sofnuðu báðir á heimleið. Þessi ferð sem átti að taka svona tvo og hálfan tíma tók okkur næstum 4 tíma. Eftir þetta ævintýri var farið í Bilka að versla og gerð góð kaup á afmælishátíð þar. Svo fórum við heim og erum búin að vera í afslöppun síðanHappy. Á morgun verður nú svolítið skrítið þar sem ég og Kormákur verðum bara tvö heima meiripartinn af deginum.

Ég gleymdi að segja ykkur að í skólanum fæ ég fartölvu með myndavél og headsetti til að nota á meðan ég er í skólanumHappy. Heppin ég!!!!

Jæja best að koma börnunum í rúmið. Heyrumst seinna og hafið það sem allra best.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lenda í ævintýrum. Eins gott að þið fóruð á rúntinn, hehe.

Frábært með fartölvuna.

Ástarkveðja,

Valgerður og Halldór

Valgerður (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 00:07

2 identicon

Vá það er bara dekrað við nemana í dk....æðislegt....svona á þetta að vera !!!!

Hafið það sem allra best

Knús og kram

 Birna Sólveig

Birna Sólveig (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband