Minn er reiður

Jæja ég get sagt ykkur það að ég er frekar reið núna. Ég og Kormákur biðum í morgun eftir bílnum sem átti að ná í okkur klukkan 10:00 og hvað haldið þið, það kemur enginn bíll. Ég hringi í kellinguna hjá kommunen og hún segir, nei nei það var ekkert ákveðið að hann skildi byrja í dag. Nei nei hún sagði bara að það kæmi bíll og næði í okkur klukkan 10 því þá byrjaði önnur lotan, ég átti að vera með honum í klukkutíma og fara svo heim. Núna þarf hún að ath hvort hann geti byrjað fyrir mánudag. Ég er svo reið að það síður á mér Angry. Svona fór nú fyrsti skóladagurinn hans Kormáks, eða dagurinn sem við héldum að yrði fyrsti dagurinn hans.

Dagarnir hafa nú annars verið bara frekar rólegir. Við bökuðum súkkulaðibitakökurnar í gær sem áttu að bakast þegar Árni var hjá okkur en svona er nú framtakssemin mikil.

Jón er búin að vera í vinnunni núna síðan á mánudag og honum líkar bara vel. Þetta er að vísu mikil keyrsla eða 2 tímar á dag. 

Jæja ég er tóm núna. Ég ætla að fara að taka til og gera fínt hjá okkur, áður en við náum í Kristófer.

Bæ Bæ

Kossar og knús

Bergþóra og co 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ vonandi gekk betur í dag. Begga viltu senda mér símanúmerin ykkar í emaili!! við tækifæri. Allt gott að frétta héðan.

kveðja Steinunn Júlía og fjölskylda

Steinunn J Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband