Það var skóli í dag

Góðan og blessaðan daginn allir!

Það gekk aðeins betur með skólann hjá Kormáki í dag( hann fór allavega). Hann mætti í skólann klukkan 10 og var til 13. Okkur líst rosalega vel á kennarann hans, Kormákur knúsaði hana strax honum leist svo vel á hanaSmile. Kormákur er kallaður Helgi í skólanum því öllum finnst svo erfitt að segja Kormákur. Kormákur var voðalega ánægður þegar hann kom heim og sagðist hafa eignast tvo nýja viniSmile. Ég veit ekkert hvaðan þeir eru en annar er dökkur og hinn er ljós. Við áttum nú von á því að þessir þrír yrðu vinir, við tókum eftir því strax að þeir náðu vel samanSmile. Þannig að honum hlakkar bara til að fara aftur á mánudag. Mér finnst nú samt svolítið sniðugt að í skólanum fá þau tannbursta sem er merktur þeim og þau bursta tennurnar eftir matinnGrin. Ég get sagt ykkur það að dagurinn byrjaði ekki velShocking. Ég var búin að segja ykkur frá konunni hjá bænum sem sér um skólamálinn hér í Vejle. Hún átti allavega að sjá um það að allt væri í lagi, að Það kæmi skólabíll, að hann fengi gæslu og allan pakkan. Jæja við áttum von á bílnum 9:30 og viti menn það kom enginn bíll, ekki frekar en á miðvikudaginn. Við hringjum í hana og hún var voða hissa að bíllinn væri ekki kominn. En sem betur fer var Jón í fríi og við sögðumst ætla að keyra hann í dag, en hún ætlaði að passa upp á það að honum yrði keyrt heim eftir skóla. Ég var á nálinni um Það hvort að hann kæmi heim með bílnum eða ekki, en hann kom og ekkert vesen. Kennarinn hans Kormáks benti okkur að fara upp á skrifstofuna í skólanum og tala við konu þar út af bílnum og einhvern annan út af gæslunni. Við fengum bílinn á hreint og gæsluna. Þessi álka hjá bænum sagði að hann gæti nú ekki byrjað á mánudag í gæslunni, en hann byrjar þar á mánudag og var það ekkert mál. Hún sagði nú líka að það væri ekkert ákveðið hvenar hann átti að byrja í skólanum, en þau biðu eftir Kormáki og einu öðru barni á miðvikudaginn þegar við héldum að hann átti að mæta og þau komu hvorugt. Það virðist ekkert ganga hérna nema við göngum á eftir því. 

Jæja en annars er dagurinn bara búinn að vera góður. Við fórum upp í Give til Óla og Ástu og bögguðum þau í smátíma þegar Kristófer var búin á leikskólanum, það var nú bara gaman eins og alltaf. þegar við komum heim grilluðum við hamborgara og fengum okkur rauðvín, í desert var svo nammi og disneystund.

Ég hef nú svolítið gaman að því að Kristófer er farinn að reyna að syngja dönsku löginn sem er verið að syngja á leikskólanum. Þetta eru sömu löginn og við kunnum á íslensku en nú er verið að læra þau á dönsku. Ég varð að byðja um einhverja texta svo ég gæti sungið með honum. Ég fékk Hjulerne på bussen drejer rundt. Bjørnen sover. Sommerfuglen. Jeg er en lille rød ballon. Við sungum þetta nú oft í söngstund á Geislabaugi en mér finnst þetta aðeins erfiðara svona, en þetta kemur.

Jæja við heyrumst eftir helgi.

Knús og kossar

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra að allt sé að ganga upp hjá ykkur og gaman að heyra hvað strákunum líður vel í skólanum.

Kveðja frá Þrastarhöfðanum:)

Valgerður (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband