20.8.2007 | 20:37
Skólinn byrjaður
Fyrsti skóladagurinn gekk nú alveg ágætlega. Ég var nú samt smá stressuð, eiginlega alveg hrikalega stressuð. Ég gat varla borðað morgunmat . En þegar ég var kominn og við vorum aðeins byrjuð gekk nú bara fínt og stressið fór
. Ég fékk samt ekki tölvuna í dag, hún var víst einhversstaðar á leiðinni. Við fáum nýjustu týpuna frá HP, það er víst svaka flott tölva. Dagurinn okkar byrjaði á því að við vöknuðum kl 4:30 og keyrðum Jón í vinnuna. Stráka greyinn mín voru teknir á náttfötunum og með sæng út í bíl, þannig að þeir sváfu nú á mestalla leiðina. Svo þegar við komum heim voru þeir klæddir og fengu morgunmat og allt gert klárt fyrir skóla og leikskóla. Jæja í fyrst skipti var hann Kristófer minn ekki ánægður að fara á leikskólann, hann grét bara þegar ég skildi hann eftir, mamma hans átti nú mjög erfitt að skilja hann svona eftir
. En þetta lagaðist að sjálfsögðu fljótlega. Ég kom svo að ná í hann um 15 og þá var hann nýbúinn að spyrja einn kennarann "hvor er min mamma", mér fanst það frábært hjá honum
. Kormákur byrjaði svo í gæslunni í dag og kynntist þar einum dönskum strák sem var að sýna honum allt í gæslunni, svo var þarna íslensk stelpa sem heitir Klara, hún hjálpaði til ef það voru einhverjir tjáningarörðuleikar. Þegar ég kem svo að ná í hann þá var hann svo ánægður og ljómaði allur og dagurinn var bara frábær
. Við fórum svo í Give í kaffi áður en við náðum í Jón aftur í vinnuna. En svona var nú dagurinn hjá okkur.
Helgin var nú bara nokkuð góð. Við fórum til Rúnu og Mads, en þau búa á Fjóni. Þar var okkur boðið í mat og stóru strákarnir fengu sér aðeins í glas( kannski aðeins meira en smá). En þetta var bara frábær dagur og þökkum við kærlega fyrir okkur . Sunnudeginum var eytt heima fyrir og bökuðum ég og Kristófer pizzasnúða og pylsuhorn. Aðeins að breyta til fyrir nestið, það er alltaf bara brauð og álegg. Það varð að setja smá tilbreytingu í þetta.
Jæja elskurnar mínar það er komið framyfir svefntíma hjá mér. Góða nótt og dreymi ykkur vel .
Knús og kossar
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 21.8.2007 kl. 18:58 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð og sæl elskurnar mínar!
Mikið er alltaf gaman að lesa síðuna ykkar og ómetanlegt að fá svona fínar fréttir alltaf. Pétur Kristinn var hér heima um helgina. Hann er að fara heim í nótt. Flugið er Kl. 1. Ég lét hann hafa bloggsíðuna og símanúmerið hjá ykkur svo hann geti haft samband. Allt í góðu héðan.
Ástarkveðjur. Mamma og Pabbi.
Vilborg og Steinar (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 21:10
Frábært að heyra að allt gengur vel, en ég vil fá að sjá myndir takk fyrir!!!
kveðja
Valgerður
Valgerður (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.