Ýmislegt

Jæja þá eru nokkrir dagar búnir í skólanum og hefur þetta nú gengið misvel. Sumt er vel skilið og annað ekki Woundering. Ég er yfirleitt mjög ánægð með bekkinn minn en auðvitað er alltaf einhver sem er leiðinlegur, ég hef sem betur fer bara fundið eina svoleiðis í bekknum Smile. Okkur er svo skipt í grúppur og það eru sex í hverri, við vinnum svo saman í allan vetur í verkefnum og annað. Þetta er frábær grúppa sem ég er í og við náum vel samanGrin. Á morgun er svo einskonar busun, en ég segi ykkur nánar frá henni síðar, það verður örugglega mjög gaman LoL.

Kormákur er ennþá mjög ánægður í skólanum. Hann er búin að eignast nokkra vini, vinum hans finnst nú voða spennandi að tala ensku við hann og honum finnst það nú ekki leiðinlegtWink. Kormákur er líka búin að fá eina vinnubók sem hann má nú bara gera í þegar honum langar. En að sjálfsögðu setur mamma hans markmið með það, þannig að hún verði nú einhverntíma búin.

Kristófer gengur bara vel á leikskólanum og er hann farinn að segja nokkur dönsk orðSmile. Hann segir nú samt við okkur að hann skilji ekki dönsku, svo koma nokkur orð þegar ég næ í hann án þess að hann fatti það. Í dag þegar ég náði í hann var hann að skoða köngulló með einum kennaranum, hann hleypur til mín og segir ,,mamma, mamma sjáðu edderkop,,. Mér finnst þetta alltaf skemmtilegt þegar það kemur svona, því að þá veit ég að honum líður vel þarna og hann reynir að tala við fólkið.

Okkur finnst nú öllum erfitt þegar við þurfum að vakna klukkan 4:30 og keyra húsbóndan á heimilinu til vinnu svo við getum haft bílinn. þetta eru nú 4 tímar á dag. Við keyrum hann bara ef ég þarf að mæta klukkan 8 annars get ég tekið lestina( sem betur fer er það bara einn dagur í næstu viku). Ég fór með lestinni á þriðjudaginn í skólann, fékk svo far til baka að leikskólanum. Ég skrái Kristófer út kl:13:45, förum svo með strætó að ná í Kormák. Þegar allt ferðalagið okkar er búið og við komum heim var kl:16:45. Við vorum bara þreytt og lentum í þrumum og grenjandi rigningu á leiðinni heim. Þannig að þegar heim var komið (þrátt fyrir hitan úti) fengum við okkur heitt kakó með sykurpúðum og höfðum það gott Smile.

Jæja elskurnar ég er farinn að geispa alveg svakalegaGasp. Ég ætla að reyna að vera dugleg að setja inn einhverjar myndir um helgina. Þannig að ég segi ykkur frá helginni síðar líkaSmile.

Góða nóttSleeping

KossarKissingog knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband