26.8.2007 | 14:53
Loksins komnar myndir
Núna eru loksins komnar inn myndir, njótið vel.
Það er búin að vera frekar róleg helgi hjá litlu fjölskyldunni. Á föstudag fórum við á miðaldarhátíð í Horsens. Við erum 20 mín að keyra þangað, þannig að við ákváðum að skella okkur. Riddarnir voru ekkert smá flottir. Hestarnir klæddir upp á og voða flottir. Þarna voru ýmis skemmiatriði og uppákomur. Við sáum burtreiðar og það fannst nú strákunum spennandi. Við skemmtum okkur alveg konunglega. Á laugardaginn fórum við á rúntinn niður í bæ og náðum okkur í tvær myndir á videoleigunni. Þegar við komum heim elduðum við góðan mat og fengum okkur rauðvín með. Síðan var horft á dvd og fengið smá nammi og popp. Í dag sunnudag er svo ekkert búið að gera að ráði. Við settum inn myndir, bökuðum pönnukökur og höfðum það bara rólegt. Ég er svo í fríi úr skólanum á morgun og þá ætla ég að lesa fyrir skólann og njóta dagsins með Kristófer, en hann ætlar að fá að vera í fríi. Annars held ég að þetta sé allt núna.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Díses þessi ruslpóstvörn hjá þér, ég þurfti virkilega að nota puttana í þetta skiptið! Hver er summan af sjö og sextán? Eins gott að ég kann að telja með puttunum hehehe.
Allavega ætlaði bara að segja þér að ég er búin að setja inn nokkrar myndir síðan í júlí. Frá afmælinu okkar, útilegunni í Þjórsárdal og þegar við fórum í heimsókn til Badda og afa í veiði í Sogið.
Love
Litla systa og kallinn hennar ;)
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.