29.8.2007 | 18:49
Fyrsti fyrirlesturinn búinn:)
Ég fór í fyrsta fyrirlesturinn minn á þriðjudaginn. Ég skildi nú bara allt alveg þokkalega. Við fengum svo spurningar sem við áttum að vinna bæði sjálf og svo með hópnum okkar. Ég hitti hópinn minn í morgun þar sem við vorum að ræða hvað okkur fannst um fyrirlesturinn. Ég get sagt ykkur það að út af því að ég var ekki sammála einni stelpunni,þá hélt ég að hún mundi éta mig lifandi . En ég komst í gegnum þetta þokkalega ósködduð ( að ég held)
. Það er annar fyrirlestur á morgun og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr honum.
Það er allt voða fínt hjá strákunum, nema Kormáki finnst best að vera á Íslandi þar sem hann getur talað sitt tungumál og leikið við Ingimund . Hann er nú samt voða ánægður í skólanum, og skilur allt sem er sagt við hann. Hann og Cristian sem hann kynntist í gæslunni eru eins og samlokur og hafa verið það frá fyrsta degi. Kennarinn þar sagði að þetta hafi verið eins og kubbar sem smullu bara svona vel saman. Kristófer virðist ekki vera með neinn ákveðinn vin heldur er hann bara með þeim sem hentar honum í hvert skipti
.
Ég gleymdi nú að segja ykkur frá kynningardeginum sem var í skólanum á föstudaginn. Þetta var svaka stuð og voru öll valföginn kynnt fyrir okkur. Við fórum að leira, elda á báli pönnukökur, snúrubrauð, súpu ofl. Við vorum send í leikfimi, söng og endurvinnslu. Endurvinnslan er með lítið hús þar sem er safnað allskonar drasli og svo er börnunum boðið að koma og þau mega búa til það sem þau vilja úr draslinu. Þetta var mjög skemmtilegt og ég set nú inn myndir frá því seinna.
Annars er ekkert annað núna. Heyri í ykkur seinna
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 9.9.2007 kl. 18:41 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.