Halló:)

Halló allir mínir fuglar!

Ég er búin að vera pínu upptekinn í skólanum. Var á fyrirlestri í gær og grúppuvinnu í dag og bekkjartíma. Þetta gekk nú allt furðuvel og skildi bara alveg stóran meirihlutaSmile. Það er nú aldrei mikið um skólann að segja, þetta gengur alltaf eins fyrir sig. Mér fannst nú samt svolítið sniðugt það sem kennarinn sagði í dag. Hann var að leiðbeina okkur hvernig væri best að skipuleggja grúppurnar okkar og áttum við að byrja á því að segja hvernig við vildum hafa þetta. Hann sagði að við ættum að skipuleggja okkur þannig að við myndum aldrei þurfa að vinna saman á kvöldin eða um helgar. Við ættum að vinna á vinnutíma en ekki á frítíma, Semsagt frá 8-9 á morgnanna til 15-16 á daginn, ef við þyrftum að gera einhverja einstaklingsvinnu þá gætum við gert hana þegar við viljum. Mér finnst þetta mjög gott, því að þá getur maður verið með fjölskyldunni á kvöldinn og um helgar án þess að vera með eitthvað hangandi yfir sérSmile.

Við erum að fara á bæjarhátíð í kvöld (ef það fer ekki að rigna aftur á okkur). Þar eru búðirnar með opið til 22:00 með svaka tilboð, það eru einhver skemmtiatriði og tónleikar. Þetta verður allavega svaka stuð ef veðrið verður gott.

Jæja ég skrifa næst þegar ég hef eitthvað að segja. Það fer allt í hversdagleikann á endanum og þá minnka nú frásagnirnar. Ég læt ykkur nú vita um leið og eitthvað skemmtilegt gerist eða bara ef eitthvað geristSmile. Nú er best að gera smá fínt þannig að ég þurfi ekki að gera það á morgun og fara svo í bæinn.

Kossar og knúsHeart

P.S munið að kvitta í gestabókina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur til ykkar og gott að heyra að allt gengur vel og allir sáttir.

Stína 

Stína (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband