Kominn í helgarfrí!

Það er nú bara lúxus að vera í skóla í Danaveldi. Í þessari viku er ég búin að vera í fríi í 2 daga og lítið í skólanum þessa 3 daga. Að vísu er svolítill lestur fyrir hvern fyrirlestur en það hefst þar sem er ekki mikið um að vera fyrir utan þá. Ég hitti grúbbuna mína eftir hvern lestur fyrir sig, við gerum einhverjar æfingar og skrifum skýrslu, en það er ekki mikið mál þegar við vinnum 6 saman. Á morgun þarf ég samt að fara í skólann og skila inn umsókn fyrir starfsnámið, ég er að reyna að komast að rétt hjá leikskólanum hans Kristófers. Annars nóg um skólann.

Það gengur allt mjög vel hjá strákunum og Kormákur er byrjaður að tala við kennarann sinn á dönsku. Ennnnnnnnn hann talar ennþá ensku við krakkana (GÓÐUR)LoL. þeir bræður voru nú samt aðeins að reyna að tala saman dönsku í bílnum þegar við vorum að ná í JónSmile. Mér fannst það bara fyndið.

Annars er lítið búið að ske þessa viku nema að það er ennþá verið að vesenast með leikskólagjöldin, húsaleigubætur og auka barnabætur. Það gengur allt frekar rólega hér í DanmörkuAngry. Mér finnst alveg furðulegt að húsaleigubæturnar sem við áttum að fá núna 3. sept koma ekki inn þrátt fyrir að við vorum búin að fá tilkynningu um það. Jæja við verðum bara rík næstu mánaðarmót þegar við fáum allt í einuGrin.

Ég átti að skila kveðju til Ísland frá Ástu og ÓlaTounge.

Kossar og knúsKissing

Bergþóra og co

p.s Kormákur spurði í dag hvað væru margir mánuðir þar til páskarnir kæmu. Við sögðum honum að jólinn kæmu nú fyrst. Já já mig hlakkar líka til þeirraLoL. Kristófer sagði á leiðinni heim frá leikskólanum ,, ó,ó ég gleymdi að vaska hendurnar"Grin.  Þeir eru bara dúllurInLove.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband