9.9.2007 | 19:01
Helgin búin:)
Tíminn líður allt of hratt. Helgin er búin að vera allt of fljót að líða, enda mikið að gera. Ég var í fríi í skólanum á föstudaginn og ætlaði nú að vera rosalega dugleg að taka aðeins til og læra (skil ekkert í þessum lærdómi þessa vikuna og ætla bara að fá aðstoð á morgun), ég byrja á því að koma strákunum í skóla og leikskóla, þegar heim er komið ákvað ég að byrja á lærdómnum. Ég byrja að lesa og fannst þessi lög sem við erum að lesa bæði erfið og ekkert svakalega skemmtileg, þannig að mín sofnar. Ég vakna svo við að dyrabjallan hringir og hélt að Ásta væri komin í heimsókn, nei, nei þetta var Jón kominn heim úr vinnunni, ég svaf í 3 tíma. Begga var semsagt ekkkkkkiiiiiiii dugleg, bara þreytt
. Í gær fórum við svo á fiskidaga við höfnina hér í Vejle. Þetta fannst strákunum rosalega gaman. Mér fannst þetta frekar lítið, ég held að fiskidagarnir á Dalvík séu 6 sinnum stærri
. Þarna komst ég en og aftur á því hvað foreldrar mínir eru yndislegir þegar ég fékk símtal frá þeim. Elsku mamma og pabbi takk fyrir allt, þið eruð frábær, við elskum ykkur
. Eftir fiskidagana fórum við heim og gerðum tilbúið kaffi. Við fengum Rögnu (vann með mér á Geislabaugi), Kristinn og Margréti í heimsókn. Þau voru hjá okkur fram á kvöld, þar sem við ákváðum að bjóða þeim bara í mat líka. Krakkarnir léku sér vel saman og við hin spjölluðum um allt á milli himins og jarðar. Þetta var rosa gaman og takk fyrir komuna
. Í dag buðum við Óla og Ástu í kaffi og þá var bakað aðeins meira, nammi, namm. Takk fyrir komuna, þetta var mjög gaman
.
Svona fór nú helgin okkar, við heyrumst seinna. Munið að kvitta í gestabókina.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Begga, Jón Óskar og strákar! Af okkur er allt gott. Ég hringi í vikunni. Ástarkveðjur. Mamma og Pabbi.
Vilborg og Steinar (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:24
hæhæ og takk ædislega fyrir okkur :) heyrumst sidar kvedja fra SILKEBORG
Ragna Kristinn og Margrét (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.