Til hamingju með daginn mamma:)

Okkur langar að byrja á því að óska mömmu innilega til hamingju með daginnSmile. Elsku mamma (amma) vonandi ertu búin að eiga góðan dag í dag. Kveðja Jón óskar og co

Það er búið að vera ágætt að gera hjá okkur þessa viku. Ég er búin að keyra Jón 3svar í vinnuna þessa vikuna. En ég get sagt ykkur það að þetta er að líða hjá, við vonum að við fáum annann bíl í næstu vikuGrin. Það verður þvílíkur léttir, okkar allra vegnaSmile. Jón fékk þær gleðifréttir í dag að hann er að fara á minni vél sem liggur við Arhus. Það er aðeins styttra að keyra þangað og hann fær að gera eitthvað annað en að moka á búkollurLoL. Það er einhver sem vill frekar vera heiladauður á stórri vél en að gera eitthvað krefjandi á minni vél(Jóns orð)Smile.

Ég fékk loksins skólatölvuna í dag og Jón óskar er að vinna í því að setja hana upp fyrir mig. Það átti að vera búið að því, en það lá öllum svo á að fá hana að þeir ákváðu að setja allt á disk sem átti að fara inn í hana og við áttum að gera þetta sjálf. Annars hefðum við ekki fengið hana fyrr en eftir helgi.Tounge

Í gær fórum við á sensommerfest í gæslunni hjá Kormáki. Þar var okkur skipt í hópa og við látin gera einhverjar þrautir, svo var borðað. Við gátum grillað eða komið með tilbúið nesti. Við komum nú bara með kjúklingalæri, kartöflusalat og snakkSmile, ég held að hann Kormákur minn hafi nú verið nokkuð sáttur við það. Ég og Jón vorum nú samt svolítið hissa þarna í gærShocking. Kennararnir voru með rauðvín og bjór(þau voru samt ekki drukkin, bara með matnum), það voru nú einhverjir fleiri með bjór, en okkur finnst að þetta eigi ekki heima á barnaskemmtunErrm. Við erum kannski of miklir íslendingar að þessu leitiGrin.

Mér var sagt að Kristófer er farin að tala smá á dönsku, duglegurSmile. Hann bara gerir sér ekki grein fyrir því. Hann segir alltaf við mig að hann kunni ekki dönsku, samt talar hann um blomsterne sem hann var að tína og hann vaskar hendurnarSmile. Kormákur er alltaf jafn ánægður og við erum að fara á fund á morgun með kennaranum hans og fáum þá að vita hvernig hann stendur sig. Mig hlakkar bara til. Ég veit að sonur minn er þvílíkt duglegurGrin.

Jæja kossar og knús

Bergþóra, Jón, Kormákur og KristóferWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Gaman að lesa fréttirnar af ykkur.  Ég er búin að setja upp Skype í tölvunni en kann ekki meir og veit ekki hvað ég á að gera. Ég er nú alltaf á leiðinni að hringja er með fullt af stórum fréttum. Bæði um húsnæðisskipti og utanlandsferð.

kveðja Steinunn Júlía og fjölskylda

Steinunn Júlía Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 22:11

2 identicon

ég kann ekki að setja inn á þetta

Steinunn Júlía Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband