16.9.2007 | 16:36
Fleiri myndir:)
Núna er helgin senn á enda og ný vinnuvika að byrja.
Helgin hjá okkur er búin að vera nokkuð góð. Við fórum í afmæli til Ástu á föstudaginn. Innilega til hamingju með daginn Ásta
. Strákarnir voru heima með krökkunum þeirra og skemmtu þeir sér vel yfir pizzu og snakki. Við fórum út að borða og svo á pubbinn í eftirdrykk. Við fórum síðan á lestar-stöðina og tókum á móti Gunnhildi og Lasse, en þau voru að koma frá Íslandi. Þau voru svo yndisleg að koma með flatkökur og hangikjöt nammi,namm takk fyrir það
. Við skemmtum okkur mjög vel og ég var mjög hress. En ég var kannski of hress því að ég átti mjög slæman dag í gær
. Þar til í gærkvöldi, þá fórum við á Mc. donalds í sukkmat, svo var farið á videoleiguna og teknar myndir og haft kósy kvöld fyrir framan sjónvarpið. Ég komst að því hvað er mikið í Íslenskum mat sem maður saknar. Við vorum með pítu á fimmtudaginn og halló þetta var ekki píta það vantaði PÍTUSÓSU. Mig vantar líka cheerios, lambakjöt ofl. Ég tel bara upp smá að því sem við söknum. Í dag settum við svo inn fleiri myndir, svo var farið á rúntinn upp í Galten og til Brande að kíkja á bíla. Það var lokað á báðum stöðum en við sáum annan þeirra að utan og ætla ég að prófa hann á þriðjudaginn fyrir manninn minn. Núna er bara verið að elda góðan mat og hafa það kósy, strákarnir eru úti að leika sér og skemmta sér voða vel. Við erum að reyna að skoða flugmiða heim um næstu páska, það hækkar í hvert skipti sem við kíkjum þannig að við ætlum að kaupa þetta sem fyrst. Það versta er að það er ekki farið að selja frá Billund og það er þá líka bara einu sinni í viku. Svo er bara um að gera að láta okkur vita ef einhver ætlar að koma til okkar um jólin eða áramótin, hehehe ein bjartsýn
.
Jæja fleira var það ekki í þetta skipti. Kossar og knús
Bergþóra og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.