19.9.2007 | 19:26
Miklar vangaveltur:)
Nú á að fara að kaupa sér ferð heim um næstu páska, takk fyrir. Það er um að gera þetta tímanlega, meðan það er ennþá þokkalega ódýrt. En núna er ég að velta fyrir mér hvenær við eigum að koma. Á ég að skrópa einn dag í skólanum, þar sem ég verð bara í ca 2 tíma eða koma 1 degi seinna. Það versta er að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta verður eftir áramót. En ég er að velta þessu fyrir mér. Ég get samt sagt ykkur það að enginn fær að vita hvenær ég kem, hehehehehe.
Ég ætlaði að fara í gær og prófa bíl, en hvað haldið þið, ég þurfti að panta tíma til þess að prófa bílinn. Ég ætlaði því að fara í dag en var ekki með góða tilfinningu gagnvart þessum stað svo við hættum við þennan bíl. En Bergþóra duglega fann svo annan bíl sem við getum ekki prófað fyrr en á föstudag
. Já það er erfitt að fá að kaupa bíl í Danaveldi.
Ég sagði ykkur frá því að við værum að fara á fund út af Kormáki síðasta föstudag, aaa false alarm. Við eigum fund 5.okt, en kennaranum lá bara svona svakalega á að fá að vita þetta, þannig að hún hringdi 2svar sama dag. Ég hélt að það hefði eitthvað komið fyrir Kormák, en nei bara að fá að vita hvort við gætum hitt þær þarna. Það er kennarinn hans og svo er pædagog líka, en hún er með þeim 3tíma á viku. Þær ætla að koma heim til okkar sem mér fannst nú stórfurðulegt. Við fórum að spá í hvort það væri bara verið að njósna um okkur því við erum útlendingar. Ég spurði því um þetta í skólanum í dag og þetta er gert reglulega í dönskum skólum. Mér finnst að það sem tilheyrir skólanum eigi að vera þar en ekki heima hjá mér
.
Jæja elskurnar mínar, núna er að koma svefntími hjá mér. Góða nótt og dreymi ykkur vel
.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta með að kennarinn komi heim , þá kom kennarinn hennar Margrétar heim til okkar í kaffi og spjall áður en Margrét byrjaði í skólanum í fyrra. Mér fannst þetta mjög fínt og Margréti fannst þetta ógurlega spennó :) kennarinn var líka bara að kynna mér starfssemi skólans og hvernig þau vinna t.d. bekkjakerfi og þannig. ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ NJÓSNA UM YKKUR HIHI
kær kveðja frá SILKEBORG
Ragna Kristinn ,Margrét og kúlubúi (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.