21.9.2007 | 18:59
Helgin kominn, jei:)
Þá er enn ein vinnuvika búin og við EKKI búin að kaupa bíl. Við erum að fara á morgun að prufa Corollu 98 árg, keyrð 75 þkm, mér líst svo vel á hana að ég sagði Jóni að ég ætti hana
. Jón segir að við þurfum greinilega bara að fara og segja að við tökum hana
. Það er vonandi að þetta gangi upp, það sparar okkur öllum tíma. Ég er búin að ákveða það að ég ætla bara að koma of seint í skólann í næsta fyrirlestur, þá þarf ég ekki að keyra Jón meira, nenni því ekki og svo er þetta svo rosalega dýrt. Enn annars er vikan bara búin að vera þokkalega góð hjá okkur öllum. Jón er kominn á minni vél þarna uppfrá og er hann ánægður með það. Kormáki finnst gaman í skólanum en leiðist í gæslunni, því að hann er yfirleitt bara einn þar núna
. Við vonum að það lagist þegar hann fer í danskan bekk og eignast vini þar. Kristófer er orðinn alveg sáttur með að fara á leikskólann, eina sem ég þarf að gera er að kyssa og knúsa hann í klessu og þá er þetta í lagi
. Annars á bara að nota helgina í afslöppun mest heima fyrir
. Kannski kíki ég í bók þar sem ég þarf að lesa um 90 bls fyrir þriðjudag
. Ég keypti 2 bækur í dag sem kostuðu 550 dkr og fyrir þetta fag þarf ég að kaupa 7 í viðbót. Við Ásta ákváðum í dag að svindla og skipta á milli okkar þessum kaupum og ljósrita. Þetta er svakalegur kostnaður annars við hvert fag
.
Jæja nú þarf að fara að liggja fyrir framan sjónvarpið og hafa það notó.
Elskum ykkur öll
Kveðja frá
Bergþóru og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætlaði bara að láta vita að það eru komnar inn myndir frá Köln :)
Erum að fara niður í geymslu - verðum að endurraða eitthvað, það kemst ekki einn hlutur þar fyrir í viðbót, kannski hugsanlega mögulega einn penni :) hehehe.
Jæja heyrumst síðar
Love
Valgerður og Halldór
Valgerður (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.