23.9.2007 | 19:12
Fæ bíl í vikunni:)
JÁ við keyptum bíl í gær. Við fengum Toyota corolla 98 árg, keyrð 75 þús. hún er rauð á litinn og ég á hana
.
Við erum búin að hafa það mjög gott um helgina og er hún búin að vera mjög róleg. Á laugardaginn fórum við og kíktum á bílinn, festum hann og fórum svo til Óla og Ástu. Þar var chillað í smástund og svo var farið heim og gerð pizza. Um kvöldið vorum við öll í leti fyrir framan sjónvarpið. Í dag fóru svo Jón og Óli til útlanda að kaupa bjór og rauðvín. Ég talaði við mömmu í dag og er að plata hana til að senda mér smá slátur, pítusósu, pylsur og læri. Haldið þið að sé nú fæðið sem maður saknar. Að sjálfsögðu viljum við svo Nóa siríus konfekt fyrir jólin og Hangikjöt.
Við vorum núna rétt í þessu að panta okkur hótelherbergi í eina nótt. Planið er að fara í vetrarfríinu til Hamborgar og gista þar. Kormákur er að vonum svaka spenntur, hann fær að gista á flottu hóteli. Við fundum þarna rosalega fínt hótel fyrir lítinn pening. Svo bíðum við líka spennt eftir að vita hvenær Lína kemur til okkar, hún ætlar að koma í vetrarfríinu
. Það verður brjálað að gera.
En vitið þið bara hvað? Skólinn minn er að byrja fyrir alvöru núna. Núna þarf ég að fara að lesa um 90-100 bls fyrir hvern fyrirlestur. Það þarf nú bara galdra til þess að það takist
. En þetta hlýtur nú allt að reddast.
Jæja heyrumst seinna. Munið ath.semdir og gestabók, það er svo gaman að fá comment eða eitthvað.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þið skuluð loksins vera búin að kaupa ykkur annan bíl. Vonandi verður allt auðveldara fyrir ykkur þá.
Ég skil þig vel að þú skulir sakna sláturs, ég bað mömmu í gær um að búa til grjónagraut handa mér :) Þannig að ég fékk grjónagraut og slátur í gærkvöldi hehe. Hvenær er vetrarfríið hjá ykkur og hvað er það langt?
Annars er allt gott að frétta af okkur. Lífið gengur sinn vanagang og það er vinna á morgun.
Heyrumst vonandi fljótlega.
Love Valgerður og Halldór
Valgerður (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 19:35
þú mátt sko alveg hóa í okkur þegar þú eldar slátrið HIHI NAMM NAMM
Til hamingju með bílinn, besta tegundin líka :) annars er bara allt gott hér í Silkeborg og ég reyni að þrauka skólann eins og ég get :)
kær kveðja Ragna & CO
Ragna Kristinn ,Margrét og kúlubúi (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 10:51
Til hamingju með rauða sportbílinn :-)
Skil vel að þú saknir þessara hluta en er alveg hissa á að það vantar harðfisk í upptalninguna hjá þér ;-)
kv Linda frænka á Akureyri
Lindan, 24.9.2007 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.