27.9.2007 | 16:08
ÓHEPPIN ÉG:(
Ég var nú svo óheppin rétt áðan að ég helti TE yfir tölvuna mína sem maðurinn minn gaf mér í jólagjöf. Hvað er maður að segja við börnin að þau megi ekki drekka við tölvuna og gera það svo sjálfur, aaaarrrrrrgggg
. En nú reynir á það sem Elko sagði þegar Jón keypti tölvuna. Hann keypti auka tryggingu til 2 eða 3 ára sem á að dekka hvað sem er (þó að ég hafi helt yfir hana), líka hér í Danmörku og þá í El Giganten. Við förum þangað á morgun og þá kemur það í ljós hvort þetta sé eins einfalt og þeir segja
.
En Kristófer fór í fyrsta tannlæknatímann sinn í dag. Honum leist nú ekkert of vel á þetta. Hann settist EKKI í stólinn, það var bara ekki séns og hin ástæðan var ennþá betri, þetta átti að vera karlmaður en ekki kona. Mamma þetta er ekki tannlæknir þetta er kona, já sagði ég en konur eru líka tannlæknar, nei mamma bara menn
. Annars gekk þessi ferð mjög vel, hann er með eins margar tennur og hann á að vera með, þær eru allar heilar og vel burstaðar
.
Kormákur fór í fyrstu ferðina sína með Gæslunni í dag. Hann fór í Sneglehuset og þar fengu þau að tálga spýtur með HNÍFUM og brenna einhverjar. Hann skemmti sér alveg rosalega vel og var hæstánægður þegar ég kom að ná í hann. En mamma það voru nú samt engir sniglar í Sniglahúsinu
.
Jæja eigið góða helgi og ég skrifa fleiri fréttir á sunnudaginn.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna kemur karlremban fram í syni þínum hehehe:)
Valgerður (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:38
Já vonandi að þessi trygging sé nógu góð. Annars hef ég nú aðeins skoðað skilmála Elko og veit nú ekki hvernig á að túlka þá. Vonum það besta.
Halldór (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.