Fyrsta bíóferðin búin:)

Nú er helgin næstum liðin og því upplagt að segja frá henni nú. Á föstudaginn fórum við með tölvuna mín niður í El Giganten, þar var nú tekið brosandi á móti henni og hún send af stað í viðgerð, en það er reynt að gera við hana fyrst og ef það virkar ekki fæ ég nýja, tryggingin virðist ætla að borga sigSmile, skruppum við svo í Ikea að skoða bókahillur, fundum nú eitthvað en ég get ekki ákveðið mig hvað ég vilUndecided. Svo var bara farið heim, eldað pasta, bakað tvær tertur, drukkið smá rauðvín og bjór, og svo slappað af. Á laugardaginn var nóg að gera. Við fórum í Bilka að versla fyrir kvöldið, svo var farið beint í afmæli til hennar Charlottu en hún varð 6ára á fimmtudaginnWizard. Við tókum terturnar með okkur og fengum okkur gott kaffi og kjöftuðum smá. Svo var nú búið að lofa stóra stráknum okkar að spila Star Wars Monopoly, þannig að það var spilað þegar við komum heim og vann Jón það með stælGrin. Svo voru frístimplarnir notaðir í að fara á Jensens buffhúsSmile, strákarnir voru eins og englar þar og notuðu barnahornið velGrin. Heim var svo farið þar sem legið var í leti það sem eftir var af kvöldinu. Kristófer var nú svolítið fyndin þegar við vorum að fara að heiman. Við setjumst öll inn í Toyotuna og Jón var búin að spyrja hvort við ættum að fara á mínum eða hans bíl. Kristófer segir svo við pabba sinn, af hverju ert þú í okkar bíl, má ég ekki koma með segir Jón, jú jú en þú getur líka elt okkur á þínum bíl, honum fannst þetta nú vera svolítið frekt af pabba hans að koma í OKKAR bílLoL. Ég útskýrði svo fyrir honum að við ættum þessa bíla saman og þá var allt í lagi. Í dag var svo farið með Kormák í fyrstu bíóferðina hans í Danmörku. Ég og Kormákur fórum í bíó á Meet the Robinssons, en það er svo til nýbyrjað að sýna hana hérna. Við fórum rosa spennt að sjá hana í 3vídd, en nei Danir tíma nú ekki að eyða pening í svoleiðis vitleysuErrm. Við urðum nú fyrir smá vonbrigðum en þrátt fyrir það var myndin mjög skemmtileg og við skildum allt(hún var með dönsku tali)Grin. Á meðan við vorum í bíó fóru Jón og Kristófer að þvo bílinn, á göngugötuna og rólóLoL. Við fórum nú bara svo heim og hér á að slappa af það sem eftir er af degiSmile. Ég þarf nú að lesa helst 270 bls fyrir þriðjudag, efast nú um að ég nái því, en geri mitt bestaCool.

Munið að kvitta eða að gera eitthvað það er svo gaman að sjá hver er að lesaWink.

Jæja knús og kossarKissing.

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis að þið hafið haft nóg að gera um helgina. Lestu bloggið okkar þá sérðu hvað við vorum að gera um helgina (ætlaði að skrifa það allt hér en hætti svo við, svo ég hefði eitthvað að segja á blogginu okkar, hehehe).

Love Valgerður :)

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:25

2 identicon

HÆ HÆ! Loksins fann ykkur! Vildi bara segja ykkur frá því að í dag voru keypt flugmiðar til Köben!! :D Við erum orðin ekkert smá spennt að komast af klakkan aðeins! Mamma og pabba hans Nicolai voru í heimsókn hjá okkur fyrir tveimum vikum síðan og ég er bara rosalega ánægð með hafa hitt þær. Rosalega fínt fólk og það var mikið hlegið og gleði. Svo komu þau líka með Spiderman búningur handa Alexander og þú getur vel ímyndað þér hvað það var vinsælt! Hann var orðin límdur við hann, svaf í honum og allt! hehe

En við komum 19. október til Köben kl. 18 og förum svo með lest til Fredericia. Ég veit ekki hvenar við förum með Alex til Hamborg að hitta John and ég vil endilega koma með hann til ykkar því ég veit að hann hefur gaman að hitta Kristófer og Kormák. Við erum ekki nema 20 mín. í burtu þannig það væri æði að kíkja til ykkar kannski 20. október, laugardagur.

Jæja, nú er þetta orðin ágætt hjá mér! Annars hlökkum við til að sjá ykkur og ég mun koma með einhverju nammi handa ykkur, amma var búin að segja mér frá innkaupalistann sem ég átti að taka með ;) Verðum í bandi! Kv. frá Íslands

elísabet frænka litla (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband