Skólinn búinn þessa vikuna:)

Ég vil byrja á því að óska Katrínu innilega til hamingju með afmælið í dag. Gangi ykkur vel á sunnudaginn að skýra litlu hetjurnar ykkar. Sendi pakka fljótlegaLoL.

En jæja eins og sagði áðan þá er þessi skólavika búin hjá mér núna. Ég þarf nú samt að reyna að vinna verkefni á morgun og svo koma kennararnir hans Kormáks í heimsókn líka. Ég verð nú samt að segja það að ég er pínu lost aftur í skólanum, þessi verkefni sem eru núna eru svo erfið og ég skil þetta bara ekki alveg. Ég kvíði líka svolítið fyrir starfsnáminu en þar þarf að skila reglulega inn skýrslu til kennarans um það hvernig gengurPouty. Ég hlýt nú samt að ná þessu, eða vonandiUndecided.

Kormákur er voða spenntur að fá kennarana í heimsókn og vorum við að baka súkkulaðiköku handa þeimTounge. Hann er svaka ánægður í skólanum, en greyið er ekki alveg að finna sig í gæslunni núna. Hann er yfirleitt einn núna þegar ég næ í hann og er þá búin að vera einn allan tímanFrown. Ég reyni nú samt að ná í hann eins fljótt og ég mögulega get. Svo er bara að vona að þetta breytist þegar hann kemur í almennan bekkSmile.

Við fengum þær fréttir í gær að Elísabet frænka Jóns er að koma út og ætla þau að kíkja á okkur. Strákarnir voru voða spenntir þegar ég sagði að Alexander frændi kæmi í heimsóknGrin. Þau koma sömu helgi og Lína verður hjá okkur (reyndar verða þau bara einn dag) og verður því nóg að gera, Við hlökkum öll voða mikið tilLoL.

Jæja elskurnar eigið góða helgi og verið góð hvert við annaðHappy.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband