Fundurinn búin:)

Við fengum pakkann frá mömmu og pabba í dagSmile. Við fengum SS pylsur, lifrapylsu, pítusósu og nammiTounge. Við vorum ekkert smá ánægð með þetta og fengum okkur því pylsur í kvöldmat, algjört nammiGrin. Takk fyrir þetta mamma og pabbi, þetta var frábærtSmile.

Kennararnir hans Kormáks komu í dag í heimsókn og var það bara mjög fínt að fá þær hingað heim. Kormákur náttúrulega búin að segja þeim að hann væri búinn að baka köku og voru þær voða glaðar með það. Þegar við komum heim sagði ég honum að skipta um föt þar sem hann var drullugur upp fyrir haus. Hann þurfti þá endilega að fara í gallabuxur og skyrtu. Ég verð nú að vera svolítið fínn þegar þær koma, er það ekki mammaGrin. Önnur er alltaf inn í bekknum og er hún kennarinn en svo er hin pædagog og hún er smá inn í bekknum og svo er hún líka í SFO (gæslunni). Þær eru mjög ánægðar með hann, finnst hann duglegur og alls ekki feiminn. Hann les vel og heyrir vel á hvaða staf orðin byrja. Núna vilja þær heyra hann tala meiri dönsku því hann á það til að tala meiri ensku en dönsku, enn það kemur hjá honum og hann talaði bara dönsku á fundinum í dag. Þær voru ekkert smá ánægðar með það, því núna heyrðu þær að hann getur þetta alvegLoL. Eftir vetrarfríið okkar vilja þær senda hann með bekknum sem hann fer í, í leikfimi, musik,myndlistSmile. Hann fer í 2 bekk hér, en þar eru 8ára börnin hérna en ekki í 3ja bekk eins og á Íslandi. Mér finnst það voða skrítið en svona er þetta hérna. Núna er Trine sem er pædagog í bekknum og gæslunni búin að segja þeim að fylgjast með honum, því að hann er búin að láta hana vita að hann er ekkert ánægður með þessa gæslu, honum leiðist baraGrin. Flott hjá honum að segja henni frá þessu.

Góða helgi öll sömulSmile

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ frábært að fundurinn gekk vel. Gaman að þið fenguð sendingu NAMM NAMM alltaf gaman að fá glaðning frá Íslandi :) ég er núna komin í veikindafrí og svo tekur fæðingarorlofið fljótt við af því. Annars er bara fínt að frétta af okkur hér í Silkeborg kær kveðja Ragna & CO

Ragna Kristinn ,Margrét og kúlubúi (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 13:04

2 identicon

Halló

 Það er rosalega gaman að sjá að allt er í góðu gengi hjá ykkur. Það er allt gott að frétta hjá okkur mikið að gera og allir við góða heilsu.

Bestu kveðjur

Kristín og co

Kristin frænka (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:18

3 identicon

Hæ!

Varð að kíkja þar sem pabbi var svo spenntur að sjá hvað þið mynduð skrifa um sendinguna. Núna get ég sagt honum það.

Auvitað getur Kormákur talað dönsku ef hann vill. Hann er svo fljótur að læra drengurinn!

Ástarkveðja Jóhanna og Steini

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 21:20

4 identicon

Gott að fundurinn gekk vel og gaman að heyra hvað allt gengur vel.

Kveðja,

Valgerður og Halldór

p.s. það biðja allir að heilsa úr vinnunni.

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband