Róleg helgi

Litla fjölskyldan er búin að eiga afskaplega rólega helgi. Í gær fórum við í smá stund til Ástu og fengum okkur afganga úr afmælinu hennar Charlottu. Við fórum svo bara heim og höfðum það notalegt . Að sjálfsögðu voru allir duglegir að borða kvöldmatinn sinn svo við gátum fengið okkur íslenskt nammi svo seinna um kvöldiðTounge. Í dag vorum við heima á náttfötunum fram yfir hádegi, fengum okkur amerískar pönnukökur í morgunmat og vorum lötGrin. Við settumst nú svo aðeins niður og spiluðum smá Sequens. Ég reyndi nú að lesa aðeins fyrir skólann og vinna verkefni, það gengur nú ekkert allt of vel, en vonandi gengur betur í kvöld. Allt í einu fengum við svo þessa snilldar hugmynd að fara að kaupa smá jólagjafir. Þannig að við skelltum okkur niður í Kolding og fórum í Toys a rus og náðum að kaupa afmælisgjafir handa Aðalheiði og Hlyn og jólagjafir handa öllum krökkunum í fjölskyldunni nema Árna Þór. Við vorum ekkert smá ánægð með okkurSmile. Í kvöld er svo planið að reyna að skrifa eitthvað niður í verkefninu og glápa aðeins á imbann. Meira var nú ekki gert á þessu heimili um helgina.

Elsku Baldvin Ásgeir og Elísabet Heiða innilega til hamingju með nöfnin sem átti að festa við ykkur í dagHeart. Ég vildi bara að ég væri með ykkur, en við fögnum því bara hér í staðinnGrin.

Vonandi hafa allir átt góða helgi, biðjum að heilsa ykkur öllum og heyrumst síðar í vikunni.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband