Hamborg:)

Okkur langað að byrja á því að óska Steinunni og Georg innilega til hamingju með giftinguna, en þau giftu sig á fimmtudaginn. Svo er það hún Ragnheiður, innilega til hamingju með afmælið á föstudaginn. Síðast en ekki síst eru það innilegar hamingjuóskir til Ágústu, Einars, Eydísar, Þórdísar og Valdísar með fjórðu dísina sem kom í heiminn á miðvikudaginnGrin.  

Þá erum við kominn heim frá Hamborg, það var nú ekkert smá gamanGrin. Við komum inn á hótelið milli 14-14:30 og fórum svo að sjálfsögðu beint út. Við ákváðum að byrja á því að skoða vaxmyndasafnið, við tókum lestina og leituðum svo að þessu, gekk nú bara furðuvelSmile. Þessi gata sem við löbbuðum eftir var nú með mjög mikið af sex búðum. Kristófer fannst þetta nú bara flott en Kormáki leist ekki mikið á þetta, hann ætlaði nú bara ekkert að koma aftur til Hamborgar það er svo mikið af þessu. Ég sagði honum að þetta væri ekki bara þarna, heldur væri þetta út um allt, þá hló hann bara og sagði ok þá ætla ég bara ekkert að horfa á þettaLoL. Vaxmyndasafnið er nú ekkert mjög stórt en við höfðum gaman af þessu. Mér fannst ég nú samt sjá á þessum að þetta var gervi, ekki eins og í London þegar maður þurfti oft að spá hvort þetta væri ekta eða ekki. Það var þarna stytta af rosalega feitum manni (hann vó mest 610kg) og svo voru styttur af nashyrningsmanni, manni með tvö andlit og manni með þrjú augu og tvö nef, Kristófer leist ekkert á þessa kalla og vildi bara fara út, okkur tókst nú samt að fá hann til að vera aðeins lengurFrownSmile. Við borðuðum svo á Asískum stað og var það algjört æði og strákarnir voru frábærir og fannst maturinn mjög góður. Kormákur sagði að það væri nú gott að hafa afa Steinar með því hann kann þýsku og við áttum erfitt með að skilja matseðlana, en þeir voru bara á þýsku en ekki enskuGrin. Strákarnir fengu svo spádómsköku þegar við vorum að fara. Kormákur fékk" One learns by failing- þú lærir af mistökunum" og Kristófer fékk "Your children have inherited your talent- börnin þín hafa erft hæfileika þína", mér fannst alveg meiriháttar að fá svonaSmile. Í dag var svo byrjað á hinum furðulegasta hótelmorgunmat sem ég hef séð. Þarna var egg og fjórir litlir beikonbitar í lítilli dollu sem þú þurftir síðan að skella í örbylgjuna til að hita það, ef þú vildir kjötálegg þá var það líka í svona dollum og þá búið að blanda einhverju brauði, ólífum, osti sem allavega við vildum ekki ofl, líkt þessu. Við enduðum á súpubrauði með sultu og smjöri, jógúrti og einni kökusneið (sem var ekki einu sinni góð) og fyrir þetta borguðum við 24 evrur. Við löbbuðum svo niður Munkbjergstrase, en  tengdamamma sagði að við yrðum nú að kíkja þangað. Ég hélt nú að ég hefði verið þar á laugardagskvöldið en þegar við komum þangað þá sá ég að það var mesti misskilningurSmile. Þetta virtist vera ein aðal verslunargatan, ég sagði nú við Jón að ég gæti alveg hugsað mér að koma þarna aftur og verslaSmile. Á leiðinni sá ég Starbukkskaffi og að sjálfsögðu var farið þangað að fá sér kaffi á leiðinni upp á hótel aftur. Við fórum í Hagenbeck dýragarðinn og vorum komin þangað kl.12 og fórum ekki út fyrr en honum var lokað kl.18 í dag. þetta var rosalega flottur garður, honum var skipt í tvo hluta tropikal og svo venjulegan. Við fórum í gegnum báða hlutana, það var svo mikið að skoða að við fengum okkur að borða einu sinni og vorum svona cirka 20 mín. Eftir það var bara labbað og skoðað, við rétt náðum að skoða allan garðinn áður en honum varð lokað. Við vorum öll alveg búin á því, en sæl og ánægð eftir alveg meiriháttar dag, við drifum okkur svo út í bíl og brunuðum heimSmile.

 

Jæja svona fór nú ferðin okkar til Hamborgar. Við setjum svo myndir inn á morgun eða hinn. Bið að heilsa Í bili.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra hvað allt var skemmtilegt hjá ykkur. Lentuð þið ekki í neinu svona típísku þýsku veseni? T.d. einhverju sem ætti að vera ótrúlega einfalt en er bara mjög flókið af því að þetta er Þýskaland! Við lentum svo oft í því í Köln. Kannski fer það líka bara eftir því hvar í Þýskalandi maður er.
Svo ég komi nú með dæmi um þetta þá vorum við í raftækjaverslun þar sem við keyptum einn hlut og þá þurfti að byrja á því að senda beiðni niður á lager. Við fengum líka eintak og þurftum við að byrja á því að borga vöruna og svo að sækja hana á lagerinn. Þar var borð og kall að afgreiða þar. Fyrir aftan hann var prentari sem beiðnin prentaðist greinilega úr og einhver annar kall fór inn á lager og sótti hlutinn og kom svo með hann fram og kallinn í afgreiðslunni afgreiddi okkur og við þurftum að kvitta fyrir móttöku.
Okkur fannst þetta allt frekar flókið system. Sáum eina konu þarna sem var að kaupa straujárn og þurfti að fara í sama ferli. Asnalegt, og já by the way þeir tóku ekki kreditkort! Lentum í allskonar svona furðulegu.

Jæja, ætlaði nú ekki að skrifa neina ritgerð hérna ;)
Heyrumst síðar.

Kv.
Valgerður.

Valgerður (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband