Vetrarfríið búið:(

Jæja, þá er það helgarfærslan okkar. Á föstudaginn fórum við upp í Silkiborg í heimsókn til Rögnu og co. Þar vorum við í kaffi og kvöldmat, allt alveg rosalega gottGrin. Við kjöftuðum og krakkarnir voru að leika sér í Buzz (playstation), Jón þurfti aðeins að hjálpa Kristófer og festist nú bara aðeins í þessu, heheheheLoL. Takk fyrir æðislega fyrir okkurGrin.

Í gær fengum við svo Elísabetu, Nicolai og Alexander í heimsókn. Þau komu frá Íslandi á föstudag og var ákveðið að leifa strákunum aðeins að hittast og leika. Takk fyrir komuna, þetta var rosalega gaman. Þau komu með sendingu frá mömmu og pabba með sér, við fengum lambalæri,mmmm nammi, ORA grænar baunir, swiss miss og ýmislegt fleira. Elsku mamma og pabbi, takk æðislega fyrir okkurSmile.

Í dag var svo sofið til 10 og brunað í Legoland til að hitta Elísabetu, Alexander, Nicolai og foreldra hans, systur og börnin hennar. Við eyddum deginum þar og skemmtum okkur konunglegaGrin. Þegar heim var komið fóru strákarnir að kubba með nýju Legokubbunum hans Kristófers og setja saman Bionocle kall sem Kormákur fékk.

Þetta er semsagt búin að vera ansi góð helgi hjá okkur og nóg að geraGrin. Svo er bara að fara snemma í rúmið í kvöld, þar sem það er skóli og vinna hjá öllum á morgun. Okkur strákunum finnst þetta frí hafa flogið áfram og vildum gjarnan vera aðeins lengur, enn maður fær það víst ekkiErrm.

Kossar og knús

Bergþóra og co

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan.

Mér heyrist að þið hafið haft það mjög gott í vetrarfríinu ykkar. Það er alltaf gott og gaman að vera í fríi. Það fer nú að styttast í okkar frí og hlökkum við mikið til.

Ég ætla að hringja í ykkur annaðhvort annaðkvöld eða á þriðjudagskvöldið. Hringi kannski bara annaðkvöld áður en ég fer á húsfund. Hann er kl. 20 þannig að ég myndi hringja kannski um 18 eða 19 (hjá okkur).

Vildi bara kvitta aðeins fyrir okkur :)

Ástarknús og kossar

Valgerður og Halldór

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband