Hææææææ!!!!!!!

Góðan og blessaðan daginn!

Það er nú ekki búið að vera mikið um að vera þessa vikuna, því það er búið að vera brjálað hjá mér í skólanum og verður alla næstu viku líkaPouty. Kormákur var í Legolandi með skólanum í dag, og það er miklu skemmti-legra heldur en að vera með mömmu og pabbaTounge. Annars gengur honum orðið vel í dönskunni og segir að í dag hafi hann "snakked perfekt dansk"Grin. Kristófer segir ennþá að hann kunni ekki dönsku og tali bara íslensku á leikskólanumLoL.

Jón var í óvæntu fríi í gær og fór þá í Ikea að kaupa bókahillur og tókst okkur að tæma 4 kassa í viðbót (kannski verðum við búin að tæma alla kassana eftir árið, enn það verður að koma í ljós, hehehehe).

Á morgun er ég að fara í viðtal á leikskólann sem ég fer í starfsnám hjá, enn það byrjar 5. nóv. Hlakka til þess en kvíði samt fyrir líka. Þessi leikskóli er bara með fötluð börn, sum eru mikið fötluð enn önnur mjög lítið. Ég veit reyndar ekki hvort þau séu andlega fötluð eða "bara" líkamlega, ef maður má segja það. Jens sem sér um starfsnámið í skólanum hjá mér sagði í dag að fyrst gæti þetta verið mjög erfitt, sérstaklega ef maður hefur ekki umgengist fötluð börn. Ég sagði að ég hefði nú ekki gert mikið af því, nema þá hann Hlyn minnGrin, sem er nú mjög duglegur. Enn ég held að þetta eigi jafnvel eftir að styrkja mig sem persónuSmile.

Á morgun er ég svo að fara í bekkjarpartý, það verður nú örugglega gaman. Ég er meira að segja búin að plata hann Jón til þess að keyra mig og sækja. Maður verður nú að fá sér smá ölGrin.

Alveg rétt ég var næstum búin að gleyma einu. ÉG þurfti að fara upp á svið í fyrirlestrinum í morgun og leika, "ÉG" þið sem þekkið mig getið ímyndað ykkur hvað það var erfitt fyrir mig, eins gott að ég var með meik á mér, þá sá enginn hvað ég var rauð í framan. Þetta reddaðist samt allt og ég talaði bara íslensku. Við vorum að sýna fram á það hvað er auðvelt að mistúlka fólk ef þú skilur ekki máliðSmile. Enn þetta hafðist og eins og sést þá er ég enn á lífiGrin.

Jæja elskurnar mínar ekki gleyma að kvitta, það er svo miklu skemmtilegra fyrir migTounge. Heyrumst seinna og þá læt ég ykkur vita hvort ég hafi nokkuð gert mig að fífli í partýinu, hehehe.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt alveg segja bara líkamlega ef þú vilt! Maður þarf helst að passa sig á að hjálpa til en ekki gera fyrir. Líka þau hreyfihömluðu eins og þú veist. Þau geta ótrúlega mikið. Um daginn voru stelpurnar á leikskólanum hans Hlyns að segja mér hvað hann væri rosalega duglegur að setjast og komast á milli staða bara svona allt í einu. Eitthvað sem hann hafði gert heillengi heima  

Þú bara verður að gera einhvern skandall í bekknum. Annars heldur þú aftur af þér

Risaknús Jóhanna

Jóhanna H. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband