28.10.2007 | 17:02
Líður tíminn hratt eða hvað?
Halló! Við erum búin að skipta yfir á vetrartímann núna og er þá klukkutími á milli í stað tveir. Strákarnir voru að spyrja mig um daginn hvenær við ætlum að baka fyrir jólin, ég sagði að við þyrftum ekkert að flýta okkur með það, það er nú bara október. En það er nú að koma NÓVEMBER, rétt tæplega tveir mánuðir fram að jólum
. Þannig að maður fer að hugsa sig um eftir svona tvær vikur, til að allt verði tilbúið fyrir aðventuna
. Mér finnst bara tíminn fljúga áfram og maður veit bara ekkert hvað verður af honum, það er bara púff og hann er farinn
.
Við fórum að versla í gær og þá keyptum við jólapappír, jólakort ofl. Næstu helgi er svo planað að kaupa restina af þeim gjöfum sem eiga að fara til Íslands. Það þarf að senda þá tímanlega þar sem afmælisgjafirnar handa Aðalheiði og Hlyni fylgja með.
Við fengum Elísabet og Nicolai í mat í gær, strákarnir himinlifandi þar sem þau voru svo dugleg að fíflast í þeim. Þetta var rosalega gaman, spjallað um allt og drukkið rauðvín og bjór. Takk æðislega fyrir komuna og góða ferð heim
.
Dagurinn í dag er svo búin að vera hinn rólegasti. Við fórum á rúntinn upp í Give og spjölluðum aðeins þar (alltaf gaman að koma þangað), keyrðum svo heim og er verið að vinna í því að liggja í leti það sem eftir er kvöldsins og það er nú ekkert smá vinna get ég sagt ykkur,hehehehe
.
Jæja gaman að sjá hvað þið eruð búin að vera dugleg að kvitta núna. það er svo miklu skemmtilegra fyrir mig að skrifa þegar ég fæ einhver viðbrögð hjá ykkur.
Kossar og knús
Lille familien i Vejle
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og bessuð Bergþóra mín og co. Gaman að sjá að allt gengur rosalega vel hjá ykkur og að ykkur líði greynilega vel úti í dk. Bið að heilsa.
Kv. Signý
Signý (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:07
Blessuð sért Begga mín og þínir strákar. allir þrír! Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.
Ástarkveðjur! Mamma og pabbi á Grænlandsleið
Vilborg og Steinar (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.