Höfuðverkur:(

Ég er nú bara með "höfuðverk" þessa dagana. Starfsnámið mitt er að byrja í næstu viku og það er það sem veldur þessum "höfuðverk" þessa dagana. Ég þarf að gera námsáætlun þ.e.a.s hvað vil ég fá út úr starfsnáminu, hvernig ætla ég að ná því markmiði og hvaða aðferðir ætla ég að nota. Það er nú bara ekkert auðvelt að koma þessu niður á blað, en "höfuðverkurinn" hverfur þegar þetta er komið, þannig að það er bara að vinna í þvíSmile. Það er allt brjálað að gera í skólanum, það eru fyrirlestrar á hverjum degi þessa viku í stað tvisvar, á morgun eru tveir (fyrir og eftir hádegi), en ég er samt með þá stefnu að eiða tímanum með strákunum þar til þeir fara að sofa í stað þess að læra þegar ég kem heim líka, ef ég á eitthvað eftir er það gert á kvöldin (eða reynt þaðGrin).

Ég var nú ekki búin að segja ykkur frá því að ég er svo heppin að staðurinn sem ég verð í starfsnámi hjá er með LOKAÐ milli jóla og nýárs, þannig að maður fær bara ansi gott jólafríSmile.

Það er annars búið að vera rólegt það sem af er vikunnar. Við strákarnir erum að gera nokkur jólakort, þeir vildu sjálfir gera nokkur og eru þau bara flottSmile. Svo er nú stefnt að því að gera eitthvað öðruvísi jólaföndur líka, það verður nú bara gamanSmile. Maður bíður svo bara spenntur eftir sendingu frá mömmu. Hún keypti kökublaðið hjá Gestgjafanum handa mér, það blað hjá Gestgjafanum er í miklu uppáhaldi hjá mér, fullt af góðum hugmyndum fyrir jólin (ekki bara uppskriftir)Grin.

Elsku Jóhanna mín. því miður þá get ég ekki bloggað á hverjum degi, það yrði 2- 6 línur og svo búið. Það gengur allt sinn vanagang hér með skóla, vinnu og allt þetta. Kannski get ég skrifað meira þegar ég er byrjuð í praktik, hver veit.

Elska ykkur og ég skrifa meira um helgina.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband