3.11.2007 | 19:39
Halló!
Við fórum á foreldrafund hjá Kristófer Inga í gær, það er venja að kalla inn foreldra hjá tvítyngdum börnum eftir þrjá mánuði til að ræða framfarir þeirra. Þetta gekk alveg mjög vel, hún finnur að hann meðtekur alveg helling, en hann er ekki alveg tilbúin að nota dönskuna mikið á krakkana. Hann talar aftur á móti mikið við starfsfólkið og skilur orðið yfirleitt allt, stundum þarf að útskýra hlutina fyrir honum en þá kveikir hann strax. Hann virðist líka vera feiminn, já ég sagði að Kristófer væri feiminn. Hann vill allavega ekki taka mikinn þátt í leikfimi þegar það eru margir, en svo þegar það eru svona 6-7 saman í hóp þá er það fínt. Hann er mikið fyrir músíkina og syngur mikið þar, hann syngur nú líka bara dönsku löginn hérna heima
, ég er farinn að halda að hann muni ekki mikið af þeim íslensku
.
Við fórum í gær og í dag í jólagjafaleiðangur, það gekk nú alveg furðuvel og tókst okkur að klára mestallt. Nú er bara að pakka inn, klára jólakortin og senda þetta til Íslands. Við fórum að versla í Kolding í gær en fengum okkur rúnt alveg í Esbjerg í dag (um 90-100 km), það er flott göngugata þar og við ákváðum að þangað yrði farið aftur á góðum sumardegi
. Á leiðinni heim var komið við á videoleigunni og TMNT myndin tekinn á leigu, núna er svo verið að fara að horfa á hana. Við prófuðum Lambalundir frá nýja sjálandi, gerðum appelsínusósu með og drukkum rauðvín. Þessar lambalundir voru bara mjög góðar og fundum við ekkert "ullarbragð" (mér persónulega finnst nú samt íslenska lambakjötið betra)
.
Elsku mamma takk æðislega fyrir blaðið, er að fara að skoða það almennilega, en líst samt mjög vel á það.
Jæja er að fara að horfa á TMNT, heyrumst síðar.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ og takk fyrir allar kveðjurnar á okkar síðu :) jú ég vona að kúlubúinn hlusti nú á mömmu sína og verði kjurr inni næstu vikur :) annars er ég bara heima og á að liggja alveg fyrir og svo er bara að krossa fingur og vona að guttinn komi ekki alveg strax
kveðja Ragna & co
Ragna Kristinn ,Margrét og kúlubúi (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.