Fyrsti dagurinn búin!

Dagurinn í gær var mjög rólegur, við fengum okkur göngu á göngugötunni þar sem frúin á heimilinu vildi kaupa sér svona gamaldags hakkavél eins og mamma á, en það er hluti af jólabakstrinum að nota þetta. Ég sá eina auglýsta á 100 dkr, mér fannst það nú ekki mikið, en til mikillar óhamingju var lokað, þannig að ég verð að fara seinna. Við týndum laufblöð í leiðinni sem við ætlum að spreyja með gullspreyi og reyna svo að föndra eitthvað úr þeim. Þegar við komum heim fórum við að mála postulíns piparkökur sem á að hengja á jólatréð, þær eru ekkert smá flottarGrin.

Ég fór í Kernen í dag, en það var fyrsti dagur í starfsnámi þar. Þetta var ágætt en ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað fyrir mig. En það gæti bara verið svona í byrjun, kemur í ljósSmile. Eftir vinnudaginn hringdi ég í Jón "hæ getur þú komið heim, ég þarf að fara á starfsmannafund" gaman svona fyrsta daginnErrm. En fundurinn var fínn, mér fannst bara verst að ég sá strákana mína svo stutt í dag, maður er svo vanur að vera alltaf með þeimGrin. Áður en ég fer er ég að kyssa strákana bless og Kristófer segir "ok mamma við verðum bara heima á meðan og Kormákur passar mig", "hmmm já elskan eða kannski bara pabbi þinn", " en mamma ferðu bara alein, er enginn sem fylgir þér", honum fannst þetta pínu skrítið. Þegar ég kem svo heim aftur kemur hann " hæ mamma var gaman á fundinum", "ég held að það hefði verið meira gaman að vera bara heima" sagði ég, "láttu ekki svona mamma, var ekki gaman"LoL.

Látum þessa færslu enda með þessum orðum.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband