5.11.2007 | 21:11
Fyrsti dagurinn búin!
Dagurinn í gær var mjög rólegur, við fengum okkur göngu á göngugötunni þar sem frúin á heimilinu vildi kaupa sér svona gamaldags hakkavél eins og mamma á, en það er hluti af jólabakstrinum að nota þetta. Ég sá eina auglýsta á 100 dkr, mér fannst það nú ekki mikið, en til mikillar óhamingju var lokað, þannig að ég verð að fara seinna. Við týndum laufblöð í leiðinni sem við ætlum að spreyja með gullspreyi og reyna svo að föndra eitthvað úr þeim. Þegar við komum heim fórum við að mála postulíns piparkökur sem á að hengja á jólatréð, þær eru ekkert smá flottar.
Ég fór í Kernen í dag, en það var fyrsti dagur í starfsnámi þar. Þetta var ágætt en ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað fyrir mig. En það gæti bara verið svona í byrjun, kemur í ljós. Eftir vinnudaginn hringdi ég í Jón "hæ getur þú komið heim, ég þarf að fara á starfsmannafund" gaman svona fyrsta daginn
. En fundurinn var fínn, mér fannst bara verst að ég sá strákana mína svo stutt í dag, maður er svo vanur að vera alltaf með þeim
. Áður en ég fer er ég að kyssa strákana bless og Kristófer segir "ok mamma við verðum bara heima á meðan og Kormákur passar mig", "hmmm já elskan eða kannski bara pabbi þinn", " en mamma ferðu bara alein, er enginn sem fylgir þér", honum fannst þetta pínu skrítið. Þegar ég kem svo heim aftur kemur hann " hæ mamma var gaman á fundinum", "ég held að það hefði verið meira gaman að vera bara heima" sagði ég, "láttu ekki svona mamma, var ekki gaman"
.
Látum þessa færslu enda með þessum orðum.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.