Komið helgarfrí:)

Núna er ég búin að vera eina vinnuviku á leikskólanum og er búin að fá einn leiðsagnarfund. Hann gekk vel og er Mona bara ánægð með mig. Henni finnst ég ná góðu taki á krökkunum og ná öllu fljótt. Hún vildi að vísu að ég lagaði markmiðin mín, en það voru mest svona athugasemdir sem mér fannst eðlilegt að maður gerði og ég bætti því við og vona að þetta sé þá í lagi núnaSmile. Annars hefur vikan verið afskaplega róleg.

Fréttir af strákunum og dönskunni. Kormákur talar bara orðið dönsku í skólanum og þá líka við krakkana, ekkert smá duglegurGrin. Ég er stundum farin að spyrja hann hvernig maður á að segja hlutina, æði fyrir migErrm. Kristófer Ingi talar líka orðið meira og er talkennarinn hans mjög ánægð, segir að hann sé líka alltaf að spyrja hvað er þetta og reynir mikiðSmile.

Um helgina er svo planað að vera heima, slappa af og elda íslenskt lambalæri sem mamma og pabbi sendu Elísabet og Nicolai með til okkar, þetta verður örugglega algjört æði,mmmmmGrin.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bergþóra mín gaman að sjá að allt gengur rosalega vel hjá ykkur!!

Signý (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:44

2 identicon

Kæru þið öll.... Við erum búin að vera í sveitinni alla helgina og höfðum það mjög gott. Daði Þór var með okkur og leist vel á. 

Ástarkveðjur  Mamma, pabbi og Daði Þór.

Vilborg og Steinar (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband