Fundurinn!

Gekk vel! Kormákur er að sjálfsögðu rosalega duglegur í skólanum og vill hafa krefjandi verkefni svo að honum leiðist ekkiGrin. Þær eru mjög hissa á því hvað hann er fljótur að læra dönskuna og finnst hann hafa framyfir aðra að kunna ensku svona vel og geta haldið tungumálunum aðskildumHappy. Hann er sá fyrsti sem fer úr móttöku bekknum, en hinir eiga víst einhverja mánuði eftir ennþá. Þannig að við erum ekkert smá ánægð með strákinn okkarLoL.

Þegar við vorum búin á þessum fundi fórum við heim til Jóns og Kristófers, en þeir voru saman heima í dag. Jón vinnur ekki lengur á föstudögum og Kristófer fékk hitavellu í gær og var því ákveðið að hafa hann heima í dag. Við fórum að hnoða upp í smákökur sem á svo að baka á morgun, við gerðum þrjár sortir í dag og svo hnoðum við eitthvað meira á morgun ef við höfum tíma. Við gerðum nefnilega mömmukökur í dag og þær taka nú bara dágóðan tímaSmile.

Við Kormákur fórum til læknis í gær og Kormákur er með exem og fékk sterakrem á olnbogana sína og er hann strax skárri. Þannig að þetta getur ekki verið mjög alvarlegt, sem er nú fínt.

Mamma og pabbi eru búin að kaupa flugmiða til að koma til okkar. Þau koma á annan í jólum og verða hjá okkur yfir áramótin. Við erum bara spennt, en ákveðin í að halda þessu leyndu fyrir strákunumGrin. Það verður gaman að sjá svipinn á þeim þegar þau birtast í kaffinu, heheLoL.

Biðjum að heilsa í bili.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband