26.11.2007 | 20:16
Vikan:)
Vikan er búin að vera frekar róleg hjá okkur, ég var í skólanum á Mið og Fim, það var fínt nema að grúbban mín var að sjálfsögðu ekki undirbúin til að vinna verkefnið sem við áttum að gera, aaaaaaaarrrrrrrggggggg. Ég vona bara að það reddist því að það á að vera í skýrslunni sem ég á að gera eftir starfsnámið.
Á föstudaginn fór Jón með Óla til Þýskalands að versla rauðvín ofl fyrir jólin. Bíllinn var var vel hlaðin, en þó var mest frá Óla hí, hí. Við fórum svo út að borða á hlaðborð í Give, mjög gott og svakalega ódýrt. Þegar við komum heim fór ég að baka Sörur
, og gekk það mjög vel.
Á laugardaginn komu Ásta, Óli og co þar sem við Ásta vorum að gera Sörurnar saman. Jón, Óli og Eydís fóru á búðarflakk og við Ásta vorum heima með rest til að klára Sörurnar. Við náðum að klára Ástu skammt og svo rak ég þau heim vegna veikinda, maður nennir nú ekki að hafa einhverja pestagemlinga hjá sér. Ég kláraði svo okkar skammt og Jón tók meira að segja aðeins til hendinni og hjálpaði mér, ekkert smá duglegur
. Þegar baksturinn var búinn slökuðum við öll á og fórum snemma í háttinn þar sem ferðinni var heitið til Koben á sunnudag.
Við vorum kominn til Koben um tíuleitið í gærmorgun og fórum á hótelið til Kristínar og Kalla. Þau voru í afslöppun á meðan þau biðu eftir okkur, enda ágæt þreyta í gangi eftir mikið labb hjá þeim síðan á fimmtudag. Þau komu líka með óvæntan glaðning að heiman, þau höfðu verslað íslenskt nammi handa okkur í Fríhöfninni ,mmmm
. Við fengum svo sendingu frá ömmu og afa á Höfn, þau vildu að við keyptum jólagjöf handa strákunum frá þeim, við vorum ekki lengi að því
. Við fórum svo í Fields að versla jólagjafir og föt á Kormák. Ég og Jón ákváðum að við skildum taka lestina, að venju höfðu strákarnir gaman að því, sérstaklega í Metro lestinni þar sem enginn lestarstjóri er. Við vorum í Fields allan daginn og K og K buðu okkur í mat þarna, algjört æði. Mér fannst að sjálfsögðu nauðsynlegt að labba Strikið fyrst að við vorum kominn til Koben, ég var pínu fúl að það var ekki búið að kveikja á jólaskrautinu þar, en samt alltaf gaman að kíkja þar við þó að engar búðir séu opnar
. Eftir langan og skemmtilegan dag brunuðum við heim á leið, við vorum varla lögð af stað þegar Kristófer var sofnaður, en Kormákur hélt sér nú vakandi þrátt fyrir að klukkan var margt. Hann var svo upptekin að leika með nýja Transformers kallinn sinn, þeir fengu nefnilega sitthvorar 100 krónurnar sem þeir máttu kaupa það sem þeir vildu fyrir, Kristófer valdi sér Tmnt karl, þeir ekkert smá ánægðir
.
En jæja elsku Kristín og Kalli takk fyrir frábæran dag, nammið og matinn, það var svaka gaman að hitta ykkur. Amma og Afi takk fyrir strákana, við erum búin að kaupa helminginn af gjöfinni og hinn kemur seinna. Ég hringi nú ykkur og læt ykkur vita hvað við keyptum, ástarkveðja frá okkur öllum
.
Síðast en ekki síst vil ég óska Rögnu, Kristni og Margréti innilega til hamingju með litla prinsinn sem fæddist á þriðjudaginn.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.