Jólin eru að koma:)

Jón fór á fund með kennaranum hans Kormáks í dag, til þess að vita eitthvað um nýja bekkinn. Það gekk mjög vel, nema hún hafði vilja að bíða í tvær vikurSmile. Það var ekki vegna þess að hann væri ekki tilbúin heldur var svo óvenjuleg kennsla, þar sem börnin voru að vinna að portofolio sem þau hafa verið með síðan í 1 bekk. Þannig að henni fannst eins og Kormáki leiddist stundum, hún var víst búin að segja þetta við hinn kennarann, en fyrst að hann var tilbúin átti hann að fara. Ég skil ekki alveg svona vinnubrögð, það á að taka tillit til þess hvað er best fyrir börnin og ef það þýðir að bíða í tvær vikur þá getur það ekki skipt svo mikli máliWoundering. Kormákur er að vísu miklu ánægðari í gæslunni núna og er með helling að strákum og stelpum að leika viðJoyful. Við erum nú bara ánægð með niðurstöðuna úr þessu því að hann er miklu glaðari núna þegar við náum í hannSmile

Ég fór í julefrokost í gær hjá leikskólanum, það var mjög gaman og góður matur. Við áttum allar að koma með pakka fyrir 10 dkr og svo var svona leikur þar sem við áttum að stela pakka hver frá annarri, sumar enduðu með 3 pakka, aðrar 1 og sumar engan, ÉG FÉKK ENGANCrying, en þetta var mjög skemmtilegtGrin.

Við erum búin að vera að setja upp jólaskraut hjá okkur og en sem komið er, erum við þau einu í blokkinni með jólaseríur í gluggum og hvað þá marglitaðarGrin. Við ætlum nú samt að bíða með jólatréð í einhverjar vikur, ekki eins og Daninn sem eru margir hverjir að kaupa jólatré núna. Við erum búin að taka herbergið hjá Kristófer í gegn og er það orðið jólalegt ásamt stofunniGrin. Kormáks herbergi verður svo tekið í gegn á morgun, hann er ekkert smá spenntur, við ætlum að kaupa piparkökuhús og hafa þarSmile. Ég var nú svo að vinna í því að leita að piparkökuuppskriftinni hennar Önnu en ég finn hana EKKIErrm. Elsku Anna ef þú lest þetta viltu þá vera svo góð að senda mér hana og kannski heimilisfang sem ég get sent þér jólakort áKissing. Við ætluðum að hengja á strengina hjá strákunum í dag, en hvað haldið þið? Við höfum örugglega gleymt þeim á Íslandi. Aaarrrggg hvernig er þetta hægtFrown. Við erum búin að leita í öllum kössum og úti í geymslu, vona bara að þetta sé vitleysa hjá mér og ég finni þá á morgun.

Við vorum að fá jólapakkana frá mömmu og pabba, fékk laufabrauð sent með sem ég sker út og steiki sjálfSmile. Það verður ekkert smá spennandi að gera þetta ein í fyrsta skipti. Mamma vertu bara viðbúin símtali, nei, nei ég hlýt að geta þettaTounge. Við fengum líka pakka sem við máttum opna núna, það var leikur handa Kormáki, mynd handa Kristófer, þeir fengu hljóðbók saman og svo fengum við jóladiskLoL. Takk æðislega fyrir okkurInLove, við bíðum spennt eftir ykkurGrin.

Jæja við erum að fara að horfa á Arthur og minimóanaSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og coSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar elskurnar.

Já ég er sammála mér finnst þetta dáldið skrýtin vinnubrögð en svo lengi sem Kormákur er ánægður þá er það fyrir öllu.

Leiðinlegt að þú skulir ekki finna strengina fyrir strákana. Jóhanna ætlaði einmitt að fá mína lánaða af því að hún er ekki búin með strengina fyrir Aðalheiði og Hlyn. Hún er komin langt með annan en á alveg heilan eftir, hehehe:Þ

Jæja biðjum að heilsa í bili.

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband