5.12.2007 | 08:50
Hæ!
Ég er búin að vera nánast ein í starfsnáminu núna í vikunni. Allir kennararnir á deildinni voru veikar, en að sjálfsögðu læt ég það ekki stoppa mig og stjórnaðist þá á deildinni. Í gær lét ég börnin gera jólakort og svo er bara að vona að þau verði notuð.
Ég er svo heima með Kristófer í dag, hann er búin að vera með gubbupest (voða gaman). Kormákur er nú ekkert ánægður með það að Kristófer sé ALLTAF veikur en ekki HANN, "mig langar bara að vera heima hjá bróður mínum og passa hann, mamma"
. Hversu mikil dúlla getur maður verið, en það versta er að þrátt fyrir það þá þarf hann að fara í skólann
. Ég ætla að nota tíman í dag og vinna upp það sem ég á eftir að setja inn í tölvuna og vinna að mati mínu á starfsnáminu. Þannig að þetta verður skemmtilegur dagur í dag
.
Ég verð nú að segja ykkur að ég er ekki ánægð með tollinn þarna heima. Ég sendi pakka heim á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan og hann átti að vera þar í síðistalagi 29. nóv. Við bíðum og bíðum en ekkert bólar á pakkanum. Á sunnudagskvöldið gátum við rakið pakkann og var hann þá búin að liggja hjá tollinum síðan mánud 26. nóv og þeir senda ekki bréf eða neitt um það. Pakkinn var síðan sendur í gær til mömmu og þeirra. Ég hélt bara að það væri ekki leyfilegt að halda svona án þess að láta vita. En sem betur fer er hann komin í leitirnar og Aðalheiður og Hlynur fengu afmælisgjafirnar sínar.
Jæja elskurnar ég ætla að koma mér í gang. Skrifa meira seinna.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.