Helgin að verða búin!

Ótrúlegt hvað frídagarnir eru alltaf fljótir að líða, en ein helgin að verða búinSmile. Á föstudaginn fórum við niður í bæ að kaupa jólagjafir og ég held að okkur hafi tekist að klára listannGrin. Við keyptum jólagjöfina frá mömmu, pabba og Árna Þór á föstudaginn og var ákveðið að taka hana strax í notkun, þannig að við keyrðum til Horsens á jólamarkað og jólagjöfin virkaði svona líka velGrin. Elsku mamma, pabbi og Árni takk æðislega fyrir okkur, þetta er alveg meiriháttar tæki, þið eruð frábærGrin. 1000 kossar og knúsKissing. Við eyddum svo föstudagskvöldinu í lærdóm, tiltekt og smá afslöppun.

Í gær kláruðum við loksins að setja upp allt jólaskraut, þrifum allt og gerðum voða jólalegt og fínt hjá okkur (fyrir utan jólatréð). Óli og Ásta lánuðu okkur lítið borðstofuborð þannig að það er bara flott stofan okkar núna, takk fyrir þaðSmile. Við fengum svo Rúnu, Mads og Emmu í mat til okkar í gær. Við borðuðum graflax,rækjur og íslenskt lambalæri, þetta var bara gottSmile. Við fengum okkur að sjálfsögðu rauðvín og jólabjór meðGrin. Við töluðum um allt og ekkert, alveg hrikalega kósý hjá okkur. Takk æðislega fyrir komuna, það var gaman að fá ykkur.

Í dag er svo planað að vera bara heima, læra og hafa það notó. Kormákur er með vin sinn í heimsókn, hann var ekkert smá ánægður þegar það var hringt í hann í morgun og hann spurður hvort hann vildi leikaGrin. Kristófer vill baka þannig að það er aldrei að vita hvað við gerumTounge. Ég get sagt ykkur það að ég baka aldrei svona snemma fyrir jólin aftur, það er allt að verða búiðErrm.

Maður á aldrei að vera feimin við að kvitta og gera athugasemdir við færslu, þetta bítur ekkiHalo.

Jæja knús og kossar

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband