16.12.2007 | 20:41
Helgin!
Nú er helgin senn á enda (er ég ekki skáldleg núna)!
Á föstudaginn var ég á fundi með leiðbeinandanum mínum á Kernen og kennaranum úr skólanum. Þetta var fundur varðandi starfsnámið hjá mér. Mér kveið svo fyrir að ég var að deyja, mér finnst alveg hræðilegt að þurfa að tala um sjálfa mig og segja í hverju mér finnst ég vera góð í osfr. Þetta gekk nú samt svona líka vel og mér skilst nú bara að ég verði samþykkt í þessu starfsnámi. Mona leiðbeinandinn minn gat ekkert sett út á mig og kennarinn ánægður með mikla breytingu á mér sjálfri þarna uppfrá. Það eru nú flestir sem vita að mér fannst þetta afskaplega erfitt fyrst, bæði börnin og mér fannst starfsfólkið halda mér utan við. Núna er ég hinsvegar mjög ánægð og börnin yndisleg (en erfið)
. Ég var svo að loka leikskólanum ásamt annarri á deildinni og þetta var víst auðveldasti lokunardagur lengi, sagði hún þar sem öll börnin voru farinn 15:25 (hann er opinn til 16:30).
Við fengum svo Árna Skúla í mat til okkar, við drógum hann nú með okkur í Bilka og að ná í Kormák til vinar síns. Við fundum eitt hús á leiðinni sem var skreytt með einhverjum jólaseríum (þetta var eins og húsið hans Smára, í kvíslunum), ekkert smá flott. Ég segi við Jón að þetta séu örugglega Íslendingar líka. Ég labba svo inn í næsta hús og næ í Kormák og minnist að sjálfsögðu á þetta "jólahús". Hvað haldið þið? ÞETTA ERU ÍSLENDINGAR SEM EIGA HEIMA ÞARNA. Danir skreyta ekki með seríum út í glugga og það er kannski eitt tré út í garði sem er með ljósi á. Jæja við komust svo heim og áttum gott spjall við Árna og var voðalega gaman að fá hann. Takk fyrir komuna Árni, sjáumst hress á nýju ári.
Í gær hnoðaði ég upp í hvíta og brúna lagtertu, piparkökur og mömmukökur. Við skruppum svo aðeins niður í bæ og kíktum á göngugötuna. Þar var bara mikið af fólki, þannig að við fórum fljótlega heim aftur og gerðum frekar jólakóskoskúlurnar okkar. Við fórum síðan og fengum okkur pítsu og héldum svo áfram að baka þegar við komum heim.
Í dag var svo klárað að baka brúna lagtertu og piparkökur (hef nú smakkað þær betri, gerði upp úr Maturinn hennar mömmu). Við skreyttum svo einhverjar piparkökur, voða gaman. Fyrir kvöldmat var svo ákveðið að skella sér í göngutúr. Við tókum vasaljós með til að lýsa okkur leiðina í myrkrinu, það var nú ekkert smá spennandi
.
Það er byrjað að selja flugelda hér, það er bara SMÁ verðmunur á þeim hérna og heima, td 4 millistórar rakettur á 79 dkr, hvað kostar ein heim, í kringum 1000 kr er það ekki? Get keypt svaka pakka á 299dkr. Einn pakki með 5stk, 2,5" tívolírakettum, 10 blandaðar rakettur (frekar stórar), 3stk 25 skota tertur, ein með 61 skoti og ein 16 skota terta á 499dkr. Mér finnst þetta vera stórmunur. Árni minn þú þarft semsagt ekki að hafa áhyggjur af því að við kaupum ekki nóg af bombum.
Jæja ég er búin að blaðra nóg núna. Elska ykkur öll.
Kossar og knús frá okkur öllum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
228 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott að allt skuli ganga vel hjá þér elskan, ég vissi að þau myndu elska þig þarna:) annað er ekki hægt:)
Við vorum einmitt í Kringlunni núna í kvöld og rákumst þar á Árna:)
Ég keypti mér stígvéli fyrir um 20 þús í jólagjöf frá Halldóri :/ (fæ samt eitthvað meira frá honum segir hann,heheh dekrið ég)
Það er búið að vera svo ógeðslegt veður hér heima undanfarið og núna er t.d. rok og rigning og það lekur inn um hurðina hjá okkur, alveg glatað.
Það biðja auðvitað allir að heilsa frá leikskólanum og ég sagði Önnu að senda þér póst um daginn (man ekki hvort ég var búin að segja þér það).
Jæja læt þetta nægja í bili,
ástarkveðjur,
Valgerður og Halldór
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:09
það er flott þú ert að kaupa sko fyrir 7000 er svona 1/4 af Bónuspoka sem er lítið fyrir mér það er örugglega svona 1 og hálfur poki þarna.
Guðmundur Árni (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.