Jólafrí, jeeiiiiii

Við erum komin í jólafrí, jibbi. Það var alveg frábær tilfinning að labba út frá vinnunni í dag, vitandi það að vera kominn í langt jólafríGrin. Ég reyndar var að skrifa verkefni, en ég er ekki búin með það. Mig langar að biðja leiðbeinandann minn að lesa yfir það og gefa mér komment á það, svo ég geti lokið því. Við fórum eftir vinnu og skóla í klippingu, þannig að við erum öll orðin jólahæf núnaSmile. Jón Óskar greyið fær samt alltaf bara rakstur heima, ég tími ekkert að borga fyrir hannTounge. Strákarnir eru algjörir töffarar og voru þvílíkt ánægðir þarna, fengu heitt kakó og fullt af nammiGrin.

Jón Óskar fór á julefrokost í gær með vinnunni, það er óhætt að segja að hann skemmti sér vel. Við náðum í hann upp í Arhus í nótt kl. 02:20 vegna þess að hann fann ekki lestarstöðina og ég sá að næsta lest var ekki fyrr en kl. 4, mér fannst það alltof langur tími fyrir elsku manninn minn að vera einn á flakki að leita að lestarstöðinni, þannig að við drifum okkur að ná í hannGrin. Hvað gerir maður ekki fyrir þessar elskurHeart. Það er nú líka óhætt að segja að hann hafi ekki verið við mjög góða heilsu í dag og er hann mjög þreytturSleeping.

Jæja nú er ég að fara að þvo meiri þvott og reyna að gera eitthvað af viti, eða bara vera löt, er ekki búin að ákveða migWoundering.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að komast í jólafrí. Við erum líka komin í jólafrí :)

Ég fór í gær í konupartý til konu frænda hennar Rebekku. Hún var 45 ára og það var svaka partý. Fljótandi áfengi og allt. Mummi (sá sem spilaði í brúðkaupinu okkar) spilaði líka hjá henni og svo var hún með einhvern töframann, svaka stuð og ég var meira að segja tekin upp í smá töfraatriði, hehehe;)

Ég var samt ekki í neinu stuði þegar ég var búin í vinnunni, ætlaði ekki að nenna að fara en svo auðvitað dreif ég mig bara og það var líka svona rosa gaman. Halldór kom og náði í mig um rúmlega 01 og við fórum og fengum okkur pullu á bæjarins beztu og fórum svo heim. Ég fékk mér nokkur hvítvínsstaup og fann á mér eftir fyrsta þar sem ég var búin að borða frekar lítið frá kl. 15 um daginn og partýið byrjaði ekki fyrr en kl. 19. En ég er ekki þunn í dag sem betur fer, var orðin alveg góð áður en ég fór að sofa og tók líka 2 verkjatöflur í gærkvöldi og 2 núna í morgun þannig að ég er svona 98% í dag:)

Núna þýðir engin leti þannig að ég verð að fara laga til aðeins hérna heima, þrífa baðherbergið og svona og aðeins að skreppa í bæinn, kaupa eitthvað handa elskunni minni í jólagjöf:)

Við biðjum ofsa vel að heilsa og skilaðu ástarkveðju til strákanna frá okkur.

Knús og kossar.

Við heyrumst svo um jólin. Við eigum örugglega eftir að hringja í ykkur.

Hafið það gott elskurnar mínar. Það er skrýtið að hafa ykkur ekki hérna yfir hátíðirnar en svona er það bara:)

Ástar og saknaðarkveðjur,

Valgerður og Halldór.

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband