ÞAU ERU AÐ KOMA:)

Núna bíðum við bara spennt eftir mömmu, pabba og Árna, þau eru komin í flugvélina núnaGrin og Jón leggur bráðum af stað að sækja þau (að sjálfsögðu verður jólabjórinn með í móttökunefndinniGrin).

Við erum búin að hafa það mjög gott yfir jólin, þetta er búið að vera rólegt og notalegt. Að sjálfsögðu hefði verið ennþá betra ef við hefðum geta hitt alla fjölskylduna, við erum búin að sakna allra mikiðSmile. Það er samt ótrúlegt hvað er gott að geta talað gegnum tölvuna með myndavél, það bætir örlítið uppGrin. Við fengum fallegar og góðar gjafir, strákarnir alveg himinlifandi með allt sem þeir fengu og búnir að leika sér mikið. Kormákur gaf Kristófer Buzz, en það geta fjórir spilað í því í einu, okkur Jóni finnst voða gaman í því líkaLoL. Kristófer gaf svo Kormáki Eye toy og það er nú bara líkamsrækt í því, ekkert smá gaman líkaGrin.

Við buðum Rögnu, Kristni, Margréti og Bjarna Harald í brunch í gær og var borðað og kjaftað fram eftir degi. Strákarnir og Margrét léku sér að sjálfsögðu vel og skemmtu sér konunglegaGrin. Bjarni Harald sem er rétt mánaðargamall svaf mest allan tíman, en vaknaði þó aðeins til þess að ég gæti nú aðeins mátað, (mikið rosalega fannst mér hann lítill (rétt komin yfir 3 kg)) og til að drekkaSmile. Takk fyrir komuna þið öll, þetta var frábærtGrin.

Jæja ég ætlað að fara að dunda mér eitthvað. HAFIÐ ÞAÐ SEM ALLRA BEST.

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátíð elskurnar.

Ég verð nú að viðurkenna það að það var svolítið skrýtið að kveðja mömmu og pabba í gær. Þó að við (ég og Halldór) höfum nú stundum verið í Suðurgarði yfir áramótin þá er það bara tilhugsunin um að þau verði ekki á landinu sem er svo skrýtin. En ég vona að þið eigið eftir að eiga góðar stundir saman og ég get rétt ímyndað mér hvað strákarnir eru ánægðir núna að fá ömmu og afa í heimsókn:)

Bestu kveðjur til allra frá okkur, hafið það sem allra best yfir áramótin.

Við eigum örugglega eftir að hafa samband við ykkur á gamlársdag.

Ástarkveðja,

Valgerður og Halldór

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband